Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 14

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 14
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS 19 Að mati Guðrúnar Bjarkar verða draugarnir í sögunni fyrst og fremst að tákni fyrir óuppgerðar syndir og knýja á uppgjör.40 Að vissu leyti má skilgreina Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur sem sögu er hefur það að markmiði að vekja óhugnað hjá lesendum. Hún hefur að geyma tvær aðgreindar frásagnir sem fléttast saman og tengjast að lokum. Sú fyrri segir af hjónum, Katrínu og Garðari, sem ásamt vinkonu sinni, Líf, hafa fest kaup á niðurníddu húsi á Hesteyri, yfirgefnu þorpi í Ísafjarðardjúpi. Hjónin eru á barmi gjaldþrots vegna fjármálahrunsins, atvinnuleysis eiginmannsins, sem er fyrrum bankamaður, og skulda þeirra hjóna. Eiginkonan er grunnskólakennari en laun hennar ná ekki að greiða skuldir og halda uppi lífstíl þeirra, sem er ef til vill ekki glæsilegur en þægilegur. Húskaupin eru upphaflega hugmynd eiginmannsins en hann vill gera niðurnídda húsið upp og breyta því í gistiheimili fyrir ferðamenn og göngufólk á svæðinu, en niðurnídda húsið fá þau á spottprís.41 Endurbygging- in er hans aðferð til að takast á við hrunið og yfirvofandi gjaldþrot, koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný, stunda aftur viðskipti, græða peninga og njóta aftur velgengni sem kaupsýslumaður. Hins vegar virðist það vera heldur örvæntingar- full leið þar sem hann hefur afar takmarkaða þekkingu á endurbyggingu gamalla húsa og þekkir Hesteyri og svæðið þar í kring næsta lítið. Sögupersónurnar hafa ekki verið lengi í húsinu þegar þau uppgötva að þau eru ekki ein á svæðinu en óskilgreind vera gerir þeim lífið leitt. Þegar líða tekur á frásögnina er ljóst að hin óskilgreinda vera er draugur sem hefur snúið aftur til að leita hefnda sem kemur í veg fyrir að þríeykið geti unnið að markmiðum sínum, gert húsið upp og sett það í stand fyrir ferðamenn. Samhliða sögunni af þríeykinu er sögð saga af sálfræðingnum Frey sem flúið hefur Reykjavík, sest að á Ísafirði og vinnur þar við spítalann. Hann virðist vera að flýja slæmar minningar í kjölfar skilnaðar en þau eiginkona hans misstu barn- ungan son sem hvarf sporlaust þremur árum áður. Áfallið sækir á hann, en svo tekur sonurinn ungi að birtast föður sínum og tala við hann.42 Ég man þig minnir 40 Sama heimild, bls. 120 og bls. 122. 41 Tilboð sem eru of góð til að vera sönn er þekkt minni í hrollvekjum, til dæmis hús á góðu verði, stundum niðurníddar og oft áður glæstar eignir, en með í kaupunum fylgir iðulega draugur eða hryllingur sem vísar í myrka sögu hússins. Sjá til dæmis umræðu um reimda staði í María Del Pilar Blanco og Esther Peeren, „Spectral Places“, Spectralities Reader: Ghosts and Hauntings in Contemporary Cultural Theory, ritstjórar María Del Pilar Blanco og Esther Peeren, new York og London: Bloomsbury, 2013, bls. 393–401. 42 Það er rétt að taka það fram að hér er sagan á Hesteyri í forgrunni greiningarinnar þar sem hrunið verður að miðlægum atburði og frásagnartæki sem drífur atburðarásina áfram. Hrunið er aftur á móti undirliggjandi bakgrunnsþema í sögunni um sálfræðinginn frey og kallast á við hans persónulega sorgarferli, bælingu og melankólískt hugarfar. Við sleppum því hér, hreinlega til að spara pláss.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.