Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 14
SJÁLfSMYnD OG óKEnnILEIKI Á TÍMUM fJÁRMÁLAHRUnS
19
Að mati Guðrúnar Bjarkar verða draugarnir í sögunni fyrst og fremst að tákni
fyrir óuppgerðar syndir og knýja á uppgjör.40
Að vissu leyti má skilgreina Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur sem sögu er
hefur það að markmiði að vekja óhugnað hjá lesendum. Hún hefur að geyma
tvær aðgreindar frásagnir sem fléttast saman og tengjast að lokum. Sú fyrri segir
af hjónum, Katrínu og Garðari, sem ásamt vinkonu sinni, Líf, hafa fest kaup á
niðurníddu húsi á Hesteyri, yfirgefnu þorpi í Ísafjarðardjúpi. Hjónin eru á barmi
gjaldþrots vegna fjármálahrunsins, atvinnuleysis eiginmannsins, sem er fyrrum
bankamaður, og skulda þeirra hjóna. Eiginkonan er grunnskólakennari en laun
hennar ná ekki að greiða skuldir og halda uppi lífstíl þeirra, sem er ef til vill ekki
glæsilegur en þægilegur. Húskaupin eru upphaflega hugmynd eiginmannsins en
hann vill gera niðurnídda húsið upp og breyta því í gistiheimili fyrir ferðamenn
og göngufólk á svæðinu, en niðurnídda húsið fá þau á spottprís.41 Endurbygging-
in er hans aðferð til að takast á við hrunið og yfirvofandi gjaldþrot, koma hjólum
efnahagslífsins í gang á ný, stunda aftur viðskipti, græða peninga og njóta aftur
velgengni sem kaupsýslumaður. Hins vegar virðist það vera heldur örvæntingar-
full leið þar sem hann hefur afar takmarkaða þekkingu á endurbyggingu gamalla
húsa og þekkir Hesteyri og svæðið þar í kring næsta lítið. Sögupersónurnar hafa
ekki verið lengi í húsinu þegar þau uppgötva að þau eru ekki ein á svæðinu en
óskilgreind vera gerir þeim lífið leitt. Þegar líða tekur á frásögnina er ljóst að hin
óskilgreinda vera er draugur sem hefur snúið aftur til að leita hefnda sem kemur
í veg fyrir að þríeykið geti unnið að markmiðum sínum, gert húsið upp og sett
það í stand fyrir ferðamenn.
Samhliða sögunni af þríeykinu er sögð saga af sálfræðingnum Frey sem flúið
hefur Reykjavík, sest að á Ísafirði og vinnur þar við spítalann. Hann virðist vera
að flýja slæmar minningar í kjölfar skilnaðar en þau eiginkona hans misstu barn-
ungan son sem hvarf sporlaust þremur árum áður. Áfallið sækir á hann, en svo
tekur sonurinn ungi að birtast föður sínum og tala við hann.42 Ég man þig minnir
40 Sama heimild, bls. 120 og bls. 122.
41 Tilboð sem eru of góð til að vera sönn er þekkt minni í hrollvekjum, til dæmis hús á góðu
verði, stundum niðurníddar og oft áður glæstar eignir, en með í kaupunum fylgir iðulega
draugur eða hryllingur sem vísar í myrka sögu hússins. Sjá til dæmis umræðu um reimda
staði í María Del Pilar Blanco og Esther Peeren, „Spectral Places“, Spectralities Reader:
Ghosts and Hauntings in Contemporary Cultural Theory, ritstjórar María Del Pilar Blanco og
Esther Peeren, new York og London: Bloomsbury, 2013, bls. 393–401.
42 Það er rétt að taka það fram að hér er sagan á Hesteyri í forgrunni greiningarinnar
þar sem hrunið verður að miðlægum atburði og frásagnartæki sem drífur atburðarásina
áfram. Hrunið er aftur á móti undirliggjandi bakgrunnsþema í sögunni um sálfræðinginn
frey og kallast á við hans persónulega sorgarferli, bælingu og melankólískt hugarfar. Við
sleppum því hér, hreinlega til að spara pláss.