Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 21

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 21
VERA KnÚTSDóTTIR 26 inn við rými frásagnarinnar en heimili sögunnar eru vægast sagt undarleg eða „óheimilisleg“ með skírskotun í „unheimlich“ sem gefur til kynna hvernig þau hafa eitthvað að fela, eins og minningar og leyndarmál sem fjölskyldumeðlim- irnir geta ekki talað um eða orðað upphátt, heldur bæla og þagga. Fjölskyldulífið er undarlegt og speglast, eða kjarnast, í ókennilegu rýminu sem hefur enn fremur áhrif á íbúana, sjálfsmynd þeirra og hugmyndir um sjálf. Connan dregur tengsl á milli sögusviðs ókennilegra frásagna og sjálfsmyndar sögupersónanna: „með því að staðsetja frásagnir fyrst og fremst á vettvangi hversdagsins og á heimili fjölskyldunnar, kanna höfundar hugmyndir um sjálfsmynd eins og hún tengist þessu umhverfi, og varpa fram spurningum um samband sögupersónunnar við kunnuglegar heimilisaðstæður hennar, eða við fjölskyldumeðlimi.“55 Þessar áherslur má finna í frásagnarhætti Hvítfelds sem endurspeglar hvernig aðalper- sónan og sögumaðurinn Jenna kynnir sig fyrir lesandanum og afhjúpar sjálfa sig. Skírskotun í hrunið, sýndarveruleik þess og lygavefi, má greina með tákn- rænum hætti í frásagnargerð verksins sem hægt og rólega sviptir hulunni af lygum og blekkingum, og afhjúpar hina fagursköpuðu tálmynd sögupersónu Jennu. Þegar líður á lesturinn uppgötvar lesandinn að aðalpersónan Jenna er mjög óáreiðanlegur sögumaður sem haldinn er lygasýki og skapar sér ímyndir sem eru uppspuni frá rótum. Guðrún Lára Pétursdóttir fjallar sérstaklega um þennan þráð verksins í greininni „Úps, ég gerði það aftur: um óáreiðanleika og samlíðan í Hvítfeld eftir Kristínu Eiríksdóttur“ sem birtist í Skírni vorið 2021.56 Guðrún Lára vísar í skilgreiningu Wayne C. Booth, og leggur til að jafnvel hæfi betur að lýsa Jennu sem óheiðarlegum sögumanni fremur en óáreiðanlegum, því hún lýgur fyrst og fremst að lesandanum, og viðurkennir lygarnar síðar, þegar líður á söguna.57 Eins og kom fram í kynningu á verkinu í upphafi, viðurkennir Jenna snemma í skáldsögunni að hafa logið að fjölskyldu sinni um líf sitt í Banda- ríkjunum. Hún segir föður sínum að hún stundi nám í eðlisfræði og fær til þess mánaðarlegan styrk frá honum þrátt fyrir að hafa hætt fyrir löngu. Jenna segir: „Fjölskyldan þurfti ekkert að fá að vita um mína hagi. Af því litla sem maður réð sjálfur í þessu lífi hlaut eitt að því að mega vera ævintýrið sem aðrir fylgdust með úr fjarska.“ (15) Fjölskyldan gerir sér í hugarlund þá ímynd af Jennu sem hún 55 Á þennan hátt er frumtextinn: „situating their narratives primarily in the domain of the everyday and the family home, they each explore the notion of selfhood as it relates to these environments, interrogating the subject’s relationship to her familiar, domestic surroundings or to her family members.“ Sama heimild, bls. 9. Þýðing mín. 56 Guðrún Lára Pétursdóttir, „Úps, ég gerði það aftur: um óáreiðanleika og samlíðan í Hvít- feld eftir Kristínu Eiríksdóttur“, Skírnir 195/vor 2021, bls. 203–221. 57 Sama heimild, bls. 205 og bls. 206. Sjá Wayne C. Booth, The Rhetoric of Fiction, London: The University of Chicago Press, 1969, bls. 158–159.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.