Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 34

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 34
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“ 39 eru kynntar og fjallað er um hvernig staða aðalpersónanna inni á eigin heimilum afhjúpar blindni foreldranna og mismunandi birtingarmyndir óréttlætis í garð barna. „Allar þessar sýktu hugarbylgjur“ Skáldsagan hefst á því að sagt er frá slæmum draumförum barnanna í Húmdöl- um og óhugnanlegum hljóðum sem þau verða vör við um nætur. Þetta reynast vera fyrirboðar hinna miklu hamfara sem síðar verða, sem er áhugavert í ljósi fyrri umræðu því samkvæmt Freud eru draumar gjarnan undir áhrifum frá hinu dulvitaða og bælda.6 Í ljós kemur að dularfulli drengurinn Ísak á hlut að máli í því sem koma skal. Hann býr við þá bölvun að draga til sín allar neikvæðar tilfinningar í nærumhverfinu, „allar þessar sýktu hugarbylgjur, alla þessa reiði, alla þessa gremju og ótta“ (275), líkt og amma hans útskýrir. Hughrifin safnast saman innra með honum og mynda lifandi æxli sem Ísak kastar að lokum upp. Æxlið tekur sér bólfestu í „innyflum“ blokkarinnar eða milliveggjum hennar, vex þar og verður að gríðarstóru skrímsli með því að nærast á öllu því misjafna sem þar þrífst. ófreskjan verður því holdgerð birtingarmynd hins bælda vanda sem leynist víða inni á heimilum sögupersónanna. eftir því sem skrímslið stækkar fer græðgi þess að kalla á mannlegar fórnir og ræðst það fyrst að þeim sem veikastir eru fyrir; til dæmis einbúum, fíklum og börnum; og sem ekki eru tekin trúanleg komist þau undan. ófreskjunni stendur raunar ógn af barnahópnum þar sem tilkoma hennar í blokkinni veitir þeim yf- irnáttúrulega krafta, sem innan söguheimsins kallast „fjarskynjunarhæfileikar“. Í þeim felst að með hugarorkunni einni saman geta krakkarnir skyndilega flogið, stjórnað öðrum, lyft heilu bílförmunum og jafnvel sprengt manneskjur í tætlur. Ísak hefur búið yfir slíkum mætti frá unga aldri og er þessi eiginleiki ástæðan fyrir því að hann getur af sér þann óhugnað sem skrímslið reynist. Amma hans útskýrir að þetta stafi af „næmni“ hans og segir Brynju og Nonna að börn séu næm „í mun ríkara mæli en fullorðnir. Í raun má segja að öll börn séu næm þótt sum séu næmari en önnur“ (265). Krakkarnir átta sig á því að þau ein geta ráðið niðurlögum ófreskjunnar og þar af leiðandi bjargað samfélagi blokkarinnar. Líkt og söguefnið gefur til kynna er skáldsagan Börnin í Húmdölum hryllings- saga þar sem mörk veruleikans eru á reiki og persónur efast um eigin skynjun frammi fyrir yfirnáttúrulegum atburðum.7 Hrollvekjan sem bókmenntagrein er 6 Sama rit, bls. 321. 7 Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur bendir á í umfjöllun sinni um skáldsöguna Kóralínu eftir Neil Gaiman að ekki sé nóg að frásagnir taki á sig yfirnáttúrulegan blæ til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.