Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 34
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“
39
eru kynntar og fjallað er um hvernig staða aðalpersónanna inni á eigin heimilum
afhjúpar blindni foreldranna og mismunandi birtingarmyndir óréttlætis í garð
barna.
„Allar þessar sýktu hugarbylgjur“
Skáldsagan hefst á því að sagt er frá slæmum draumförum barnanna í Húmdöl-
um og óhugnanlegum hljóðum sem þau verða vör við um nætur. Þetta reynast
vera fyrirboðar hinna miklu hamfara sem síðar verða, sem er áhugavert í ljósi
fyrri umræðu því samkvæmt Freud eru draumar gjarnan undir áhrifum frá hinu
dulvitaða og bælda.6 Í ljós kemur að dularfulli drengurinn Ísak á hlut að máli
í því sem koma skal. Hann býr við þá bölvun að draga til sín allar neikvæðar
tilfinningar í nærumhverfinu, „allar þessar sýktu hugarbylgjur, alla þessa reiði,
alla þessa gremju og ótta“ (275), líkt og amma hans útskýrir. Hughrifin safnast
saman innra með honum og mynda lifandi æxli sem Ísak kastar að lokum upp.
Æxlið tekur sér bólfestu í „innyflum“ blokkarinnar eða milliveggjum hennar, vex
þar og verður að gríðarstóru skrímsli með því að nærast á öllu því misjafna sem
þar þrífst. ófreskjan verður því holdgerð birtingarmynd hins bælda vanda sem
leynist víða inni á heimilum sögupersónanna.
eftir því sem skrímslið stækkar fer græðgi þess að kalla á mannlegar fórnir
og ræðst það fyrst að þeim sem veikastir eru fyrir; til dæmis einbúum, fíklum og
börnum; og sem ekki eru tekin trúanleg komist þau undan. ófreskjunni stendur
raunar ógn af barnahópnum þar sem tilkoma hennar í blokkinni veitir þeim yf-
irnáttúrulega krafta, sem innan söguheimsins kallast „fjarskynjunarhæfileikar“. Í
þeim felst að með hugarorkunni einni saman geta krakkarnir skyndilega flogið,
stjórnað öðrum, lyft heilu bílförmunum og jafnvel sprengt manneskjur í tætlur.
Ísak hefur búið yfir slíkum mætti frá unga aldri og er þessi eiginleiki ástæðan
fyrir því að hann getur af sér þann óhugnað sem skrímslið reynist. Amma hans
útskýrir að þetta stafi af „næmni“ hans og segir Brynju og Nonna að börn séu
næm „í mun ríkara mæli en fullorðnir. Í raun má segja að öll börn séu næm þótt
sum séu næmari en önnur“ (265). Krakkarnir átta sig á því að þau ein geta ráðið
niðurlögum ófreskjunnar og þar af leiðandi bjargað samfélagi blokkarinnar.
Líkt og söguefnið gefur til kynna er skáldsagan Börnin í Húmdölum hryllings-
saga þar sem mörk veruleikans eru á reiki og persónur efast um eigin skynjun
frammi fyrir yfirnáttúrulegum atburðum.7 Hrollvekjan sem bókmenntagrein er
6 Sama rit, bls. 321.
7 Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur bendir á í umfjöllun sinni um skáldsöguna
Kóralínu eftir Neil Gaiman að ekki sé nóg að frásagnir taki á sig yfirnáttúrulegan blæ til