Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 50
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“
55
börn verða helst fyrir ofbeldi. Þöggun ríkti gagnvart þessu viðfangsefni lengi
vel og segir Dagný að það megi til að mynda sjá í því að sá hluti höfundarverks
Halldórs Laxness sem sýndi og sagði frá ofbeldi gegn konum og börnum var á
tíma bannsvæði í allri menningarlegri umræðu.57 Samkvæmt henni tóku brestir
í „þagnarmúrinn“ ekki að myndast fyrr en á níunda áratug síðustu aldar.58 Árið
1982 opnaði Kvennaathvarfið sem tók á móti bæði konum og börnum sem orðið
höfðu fyrir heimilisofbeldi en á þeim tíma var ríkari áhersla lögð á ofbeldi gegn
fullorðnum konum. Síðar meir tók Kvennalistinn þetta málefni til umræðu og
miðlaði meðal annars fræðslu um ofbeldi gegn konum og börnum í tímaritinu
Vera.59 Árið 1990 opnuðu svo Stígamót sem Dagný segir hafa valdið „algjörum
straumhvörfum í þessum málaflokki.“60
Á útgáfutíma skáldsögu Jökuls var umræðan um ofbeldi gegn börnum þó
enn nokkuð viðkvæm og segir Dagný að þagnarmúrinn hafi í raun ekki brostið
fyrr en ári eftir útgáfu hennar með verkinu Myndin af pabba. Saga Thelmu (2005)
sem Gerður Kristný skráði eftir endurminningum Thelmu Ásdísardóttur af því
ofbeldi sem hún og systur hennar urðu fyrir af hendi föður þeirra í barnæsku.61
57 Dagný Kristjánsdóttir fjallar sérstaklega um þetta umfjöllunarefni í verkum Halldórs
Laxness og ádeiluna sem það fól í sér í nýlegri grein sinni: „Litlar stelpur“, Tímarit Máls
og menningar 1/2023, bls. 5–13.
58 Hér er vert að nefna að rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir tók þátt í að mynda þessa
bresti. Árið 1989 kom út skáldsaga hennar Ég er Ísbjörg. Ég er ljón sem fjallar um kyn-
ferðislegt ofbeldi og leynd og ljós áhrif þess á aðalsögupersónu verksins. eins og bók-
menntafræðingurinn Guðrún Steinþórsdóttir hefur bent á er bókin sömuleiðis ádeila
á ósanngjarnt réttarkerfi og samfélagsgerð sem hafnar þolendum. Á sínum tíma vakti
skáldsagan upp mikil og sterk viðbrögð og þá ekki síst vegna þess að í textanum er sifja-
spell gefið til kynna, sem persónan varð fyrir á barnsaldri auk þess sem fjallað er um
kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og vændi. Þrátt fyrir að Vigdís hafi hlotið mikið lof
fyrir að opna á þetta viðkvæma umræðuefni fékk hún líka að finna fyrir reiði almenn-
ings og ásóknum. Guðrún Steinþórsdóttir hefur fjallað um viðtökur skáldsögunnar og
höfundarverk Vigdísar í heild sinni. Sjá nánar; Guðrún Steinþórsdóttir, Raunveruleiki
hugans er ævintýri. Um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni hennar og viðtökur, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 2021; Guðrún Steinþórsdóttir, „Sek eða saklaus?“, Frænda-
fundur 11, 2023, væntanleg. Fleiri skáldsögur Vigdísar sem taka fyrir málefni kynferðislegs
ofbeldis eru til að mynda; Stúlkan í skóginum (1992); Frá ljósi til ljóss (2001); Hjarta, tungl og
bláir fuglar (2002); og að sjálfsögðu Dísusaga (2013), sem er uppgjör Vigdísar sjálfrar við
fortíðina.
59 Dagný Kristjánsdóttir, „Sögur af börnum – svikum, ofbeldi og misnotkun“, Tímarit Máls
og menningar 4/2020, bls. 18–41, hér bls. 18–20.
60 Sama rit, bls. 20.
61 Sama rit, bls. 20. Dagný minnist sérstaklega á fyrri skrif Gerðar um kynferðislega mis-
notkun og ofbeldi gegn konum og telur vinnu hennar í þessum málaflokki hafa gert það
að verkum að Gerður gat skráð sögu Thelmu með þeirri innsýn sem raun bar vitni. Hér
er vert að minnast á grein þeirra Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur og Guðna elíssonar sem