Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 50

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 50
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“ 55 börn verða helst fyrir ofbeldi. Þöggun ríkti gagnvart þessu viðfangsefni lengi vel og segir Dagný að það megi til að mynda sjá í því að sá hluti höfundarverks Halldórs Laxness sem sýndi og sagði frá ofbeldi gegn konum og börnum var á tíma bannsvæði í allri menningarlegri umræðu.57 Samkvæmt henni tóku brestir í „þagnarmúrinn“ ekki að myndast fyrr en á níunda áratug síðustu aldar.58 Árið 1982 opnaði Kvennaathvarfið sem tók á móti bæði konum og börnum sem orðið höfðu fyrir heimilisofbeldi en á þeim tíma var ríkari áhersla lögð á ofbeldi gegn fullorðnum konum. Síðar meir tók Kvennalistinn þetta málefni til umræðu og miðlaði meðal annars fræðslu um ofbeldi gegn konum og börnum í tímaritinu Vera.59 Árið 1990 opnuðu svo Stígamót sem Dagný segir hafa valdið „algjörum straumhvörfum í þessum málaflokki.“60 Á útgáfutíma skáldsögu Jökuls var umræðan um ofbeldi gegn börnum þó enn nokkuð viðkvæm og segir Dagný að þagnarmúrinn hafi í raun ekki brostið fyrr en ári eftir útgáfu hennar með verkinu Myndin af pabba. Saga Thelmu (2005) sem Gerður Kristný skráði eftir endurminningum Thelmu Ásdísardóttur af því ofbeldi sem hún og systur hennar urðu fyrir af hendi föður þeirra í barnæsku.61 57 Dagný Kristjánsdóttir fjallar sérstaklega um þetta umfjöllunarefni í verkum Halldórs Laxness og ádeiluna sem það fól í sér í nýlegri grein sinni: „Litlar stelpur“, Tímarit Máls og menningar 1/2023, bls. 5–13. 58 Hér er vert að nefna að rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir tók þátt í að mynda þessa bresti. Árið 1989 kom út skáldsaga hennar Ég er Ísbjörg. Ég er ljón sem fjallar um kyn- ferðislegt ofbeldi og leynd og ljós áhrif þess á aðalsögupersónu verksins. eins og bók- menntafræðingurinn Guðrún Steinþórsdóttir hefur bent á er bókin sömuleiðis ádeila á ósanngjarnt réttarkerfi og samfélagsgerð sem hafnar þolendum. Á sínum tíma vakti skáldsagan upp mikil og sterk viðbrögð og þá ekki síst vegna þess að í textanum er sifja- spell gefið til kynna, sem persónan varð fyrir á barnsaldri auk þess sem fjallað er um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og vændi. Þrátt fyrir að Vigdís hafi hlotið mikið lof fyrir að opna á þetta viðkvæma umræðuefni fékk hún líka að finna fyrir reiði almenn- ings og ásóknum. Guðrún Steinþórsdóttir hefur fjallað um viðtökur skáldsögunnar og höfundarverk Vigdísar í heild sinni. Sjá nánar; Guðrún Steinþórsdóttir, Raunveruleiki hugans er ævintýri. Um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni hennar og viðtökur, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2021; Guðrún Steinþórsdóttir, „Sek eða saklaus?“, Frænda- fundur 11, 2023, væntanleg. Fleiri skáldsögur Vigdísar sem taka fyrir málefni kynferðislegs ofbeldis eru til að mynda; Stúlkan í skóginum (1992); Frá ljósi til ljóss (2001); Hjarta, tungl og bláir fuglar (2002); og að sjálfsögðu Dísusaga (2013), sem er uppgjör Vigdísar sjálfrar við fortíðina. 59 Dagný Kristjánsdóttir, „Sögur af börnum – svikum, ofbeldi og misnotkun“, Tímarit Máls og menningar 4/2020, bls. 18–41, hér bls. 18–20. 60 Sama rit, bls. 20. 61 Sama rit, bls. 20. Dagný minnist sérstaklega á fyrri skrif Gerðar um kynferðislega mis- notkun og ofbeldi gegn konum og telur vinnu hennar í þessum málaflokki hafa gert það að verkum að Gerður gat skráð sögu Thelmu með þeirri innsýn sem raun bar vitni. Hér er vert að minnast á grein þeirra Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur og Guðna elíssonar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.