Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 51

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 51
SuNNA DÍS JeNSDóTTIR 56 Verkið opnaði á nauðsynlegt samtal innan þjóðfélagsins og markaði að vissu leyti ákveðin tímamót er varðar þetta málefni. Í viðtali við Fréttablaðið árið 2005 sagði Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs í Hafnar- firði, þar sem Thelma ólst upp, til að mynda að hann teldi framtak hennar og Gerðar Kristnýjar bæði þarft og djarft. Hann sagði einnig að mikilvægt væri að halda umræðunni á lofti því mál líkt og hennar mættu ekki falla í gleymsku.62 Á þessum miklu breytingatímum í samfélagslegri umræðu um ofbeldi gegn börnum kemur skáldsaga Jökuls út þar sem staða barna og óréttlæti í þeirra garð er gert miðlægt. Ljósi er varpað á vankanta menningarinnar og er um- fjöllunarefninu miðlað á forsendum hryllingsins, enda er hið gotneska gjarnan tjáningarmiðill fyrir það sem of erfitt er að ræða berum orðum. Í hrollvekjum samtímans má víða finna barnungar sögupersónur en eitt þekktasta dæmið frá fyrri tímum kemur úr skáldsögunni The Turn of the Screw eftir Henry James sem kom út árið 1898.63 Margt hefur verið skrifað um hið gotneska barn og hafa ýmsir bókmennta- fræðingar lagt fram hugleiðingar þess efnis líkt og Sue Walsh sem segir got- neskan skáldskap eiga í flóknu og sérstöku sambandi við barnæskuna. Hið got- neska fjallar iðulega um það sem leynist undir yfirborðinu og í slíkum verkum hefur barnið margoft verið túlkað sem sú birtingarmynd sjálfsins sem geymir hið ómeðvitaða, órökrétta, dulda og bælda.64 David Punter segir tímamóta- fjallar um ljóðabókina Drápu eftir Gerði Kristnýju sem einnig er byggð á raunverulegri ofbeldisfrásögn. Alda og Guðni koma sérstaklega inn á það misræmi sem Gerður mætti í móttökunum á útgáfu bókarinnar um Thelmu og svo þann áfellisdóm sem hún fékk fyrir að hafa í tímaritinu Mannlíf birt frásögn nafnlausrar konu af ofbeldi sem hún varð fyrir í æsku og þeim afleiðingum sem það hafði haft á hana. Nokkrum dögum fyrir birtinguna svipti konan sig lífi og þótti Gerður á þeim tíma hafa sýnt óvarfærni með birtingunni en aðeins tveimur árum síðar var umfjöllun hennar um sama málefni í tilfelli Thelmu tekið fagnandi. „„Ég veit hvað höfuð þitt vó en þekki ekki síðustu hugsunina“. Ofbeldi, ábyrgð og femínísk fagurfræði í Drápu eftir Gerði Kristnýju“, Ritið 3/2018, bls. 17–43, hér bls. 19. 62 Freyr Gígja Gunnarsson, „Thelma tekur þátt í málþingi“, Fréttablaðið, 28. október 2005. 63 Sue Walsh, „Gothic Children“, The Routledge Companion to Gothic, ritstjórar Catherine Spo- oner og emma Mcevoy, London: Routledge, 2007, bls. 183–191, hér bls. 183. 64 Sama rit, bls. 183. Í eftirmála að endurútgáfu skáldsögunnar Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttur, sem fyrst kom út ári síðar en Börnin í Húmdölum, eða árið 2005, fjallar Guð- rún Steinþórsdóttir um hið gotneska barn í tengslum við einn af meginþráðum verksins, vanrækslu á börnum. Þar vísar Guðrún meðal annars í Sue Walsh og segir: „Í gotneskum verkum eru hlutverk barna iðulega táknræn en sakleysi þeirra og varnarleysi er oft nýtt til að draga fram óhugnað sögunnar. Börnin verða því eins konar boðberar málefna sem samfélagið hefur átt erfitt með að takast á við og í tilfelli Sólskinshests er það staða vanræktra barna í íslensku samfélagi á seinni hluta tuttugustu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu og fyrstu.“ Guðrún Steinþórsdóttir, „Sólmyrkvi af mannavöldum“, Steinunn Sigurðardóttir, Sólskinshestur, Reykjavík: Forlagið, 2023, bls. 187–205, hér bls. 194.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.