Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 52

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 52
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“ 57 verk Henry James endurspegla áhuga höfundarins á barnæskunni, sem feli í sér tvíþætta merkingu. Þá sé æskan upprunastaður lyganna sem koma til með að stjórna framtíðarþroska einstaklingsins en sé sömuleiðis læst hvelfing sem hefur að geyma hið ómeðvitaða og bælda innra með honum.65 Af þessu má sjá að bæling er rauður þráður í kenningum um hið gotneska barn sem gjarnan er talið varpa ljósi á óþægilegan sannleika innan menningar- innar. ókennileikinn sem börn í gotneskum frásögnum vekja upp er kominn til vegna þess að þau eru táknræn fyrir vitneskjuna sem hinir fullorðnu hafa bælt niður og, meðvitað og ómeðvitað, ákveðið að leiða hjá sér. Börn eru því hin sjáandi í gotneskum skáldskap á meðan aðrar sögupersónur eru blindar á það sem amar að.66 Þetta má sjá með skýrum hætti í verki Jökuls og er blindni um- sjáraðila barnanna ákveðið leiðarstef í gegnum söguna. eiginleg blindni Gunn- laugar, ömmu Ísaks, er eitt skýrasta dæmið. Fyrstu kynni lesenda af henni eru í þvottahúsinu þar sem hún verður á vegi þeirra Brynju og Nonna: Hún sneri sér við og þreifaði fyrir sér með hvítum staf. Nonni og Brynja störðu framan í hana skelfingu lostin. Andlit hennar var krumpað og alsett örum, líkt og hún hefði brennst, og augun í henni voru tóm og þakin hvítri móðu. Nonni náði naumlega að kæfa óp sem hann fann vaxa innra með sér (17). Ásýnd Gunnlaugar vekur upp skelfingu í huga barnanna enda hefur bælingin sem blindnin stendur fyrir hræðilegar afleiðingar fyrir þau. Rétt áður en mestu hörmungar Húmdala ríða yfir rekur Gunnlaug, sem reynist vera móðuramma 65 David Punter, The Literature of Terror. A History of Gothic Fictions from 1765 to the Present Day. Volume 2. The Modern Gothic, London: Longman, 1996, bls. 48. Þetta rímar við kenningar Freud sem taldi bælingu óæskilegra hvata eiga sér stað á mótunarárum einstaklingsins, frá barnæsku fram að hátindi kynþroskans. Sigmund Freud, Um sálgreiningu, bls. 92. 66 Innan fræða sálgreiningar er blindni táknræn fyrir bælingu hins óbærilega. Freud vísaði í þessum efnum gjarnan til grísku goðsagnarinnar um Ödípús konung sem Forn-Grikk- inn Sófókles gerði skil í samnefndum harmleik. Ödípús er dæmdur af örlögunum til að drepa eigin föður og giftast móður sinni en hann reynir þó allt til þess að koma í veg fyrir það. Forspáin rætist þó á endanum honum óafvitandi og þegar Ödípús kemst að hinu sanna refsar hann sjálfum sér með því að blinda sig. Freud taldi leikverk Sófóklesar fela í sér líkindi við sálgreiningu þar sem sannleikurinn kemur smátt og smátt í ljós þar til hinn óbærilegi verknaður er afhjúpaður, ásamt hvötunum sem búa honum að baki. Sigmund Freud, Inngangsfyrirlestrar um sálkönnun, bls. 356. Blindan verður því táknræn fyrir það að einstaklingurinn vill ekki horfast í augu við eigin bælingu. „Enda þótt maður hafi bælt illar hvatir sínar niður í dulvitund og vildi gjarnan geta sagt sjálfum sér að hann bæri ekki ábyrgð á þeim, hlýtur hann engu að síður að finna til þessarar ábyrgðar sem sektarkennd án þess að vita ástæðu hennar.“ Sama rit, bls. 357.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.