Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 54

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 54
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“ 59 mynd sálfræðilegs missis og dulinna langanna. Barnið minnir á þá staðreynd að einstaklingurinn er ófrjáls og meðvitund hans takmörkuð og vekur það upp ókennileika gagnvart því dulvitaða sem brýst fram í hinum gotnesku textum.68 ótti Gunnlaugar beinist gegn Ísaki sem hún gefur til kynna að sé ábyrgur fyrir brunanum og því að eitthvað illt hafi tekið sér bólfestu í Aðalheiði. Frásögn ömm- unnar er ekki ósennileg í ljósi atburða skáldsögunnar en innan hinnar gotnesku frásagnarhefðar má túlka hana á ólíkan veg og svipta hulunni af bældum og óæski- legum tilfinningum sögupersónunnar. Óbeit Gunnlaugar á feimni og óframfærni Aðalheiðar getur endurspeglað hennar eigin sjálfsefa og hatur, enda sækir hún í að loka sig af frá samfélaginu. Gjörðir sínar réttlætir hún með afsökunum og fær útrás fyrir tilfinningarnar með því að beina þeim að öðrum, fyrst að Aðal- heiði og síðar Ísaki. Bæling hennar og óheilbrigð samskipti inni á heimilinu valda ranghugmyndum mæðgnanna og óuppgerðar tilfinningar fylla þær efasemdum í garð hvor annarrar, sem félagsleg einangrunin ýfir upp.69 Slík túlkun á fjölskyldu- sögunni dregur upp harmræna mynd af aðstæðum þeirra. Getuleysi Gunnlaugar til sjálfsskoðunar er algjört sem gerir blindu hennar táknræna og sýnir fram á að bælingin rænir hana ástvinum og sviptir hana öllum lífsgæðum. Viðurkenning á slíkri staðreynd væri þó Gunnlaugu of sársaukafull og því reynist henni betur að beina neikvæðum tilfinningum sínum að Ísaki og yfirfæra uppruna þeirra á þá innri illsku sem hún telur hann búa yfir. Sambærilega bælingu má finna inni á heimilum fleiri barna í blokkinni. Heima hjá Nonna eru andleg veikindi móður hans hið ósagða og óþægilega í samskiptum fjölskyldunnar, ásamt fyrri sögu um áfengisvanda föðurins. Foreldrarnir forðast að ræða vandann við son sinn og einbeita sér frekar að áhrifunum sem hann hefur á þau sjálf. Sam- kvæmt bókmenntarýninum Dani Cavallaro stendur heimi hinna fullorðnu í raun 68 Steven Bruhm, „The contemporary Gothic. why we need it“, The Cambridge Companion to Gothic Fiction, ritstjóri Jerold e. Hogle, Cambridge: Cambridge university Press, 2002, bls. 259–276, hér bls. 262–263. 69 Freud taldi vitræna starfsemi hugans vinna eftir rökréttum leiðum þar sem skiljanleiki, tengsl og eining þyrftu að ná saman. ef huganum berast upplýsingar sem ekki eru í réttum tengslum við fyrri rökvísi myndar hann nýtt kerfi til þess að öðlast skilning á hvers kyns skynvillum. Freud kemst svo að orði að „hinum sálræna efnivið hefur verið skipað saman á ný með nýtt markmið í huga. Og stundum þarf endurskipanin að vera gagnger til þess að niðurstaðan verði skiljanleg frá sjónarmiði kerfisins. Þannig auðkennist kerfi best af því að hægt er að finna tvær ástæður fyrir hverja afurð þess: ástæðu, sem byggist á for- sendum kerfisins […] og dulda ástæðu, sem vér hljótum að líta á sem hina eiginlegu virku og raunverulegu ástæðu.“ Sigmund Freud, Tótem og tabú og Móse og eingyðistrúin, þýðandi Sigurjón Björnsson, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2004, bls. 120–121. Út frá því má geta að í samhengi við túlkunarleiðina gætu ranghugmyndir Gunnlaugar og dóttur hennar stafað af tilraun þeirra til að öðlast skilning á eigin bældu tilfinningum sem of sársaukafullt yrði að viðurkenna á annan máta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.