Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 63

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 63
MARTEINN KNARAN ÓMARSSON 68 því ekki að þurfa að óttast það sérstaklega að vera myrt og í ljósi þess hve sjald- gæfir hrottarnir eru í Bandaríkjunum, í „raðmorðingja-Mekku“ heimsins, kemur skorturinn á þeim hér á landi sömuleiðis lítið á óvart. Samfélagið á Íslandi er afar fámennt miðað við Bandaríkin og eins er morðtíðnin lægri.4 Ósennilegir atburðir geta þó vitaskuld gerst hérlendis eins og annars staðar og raunar hefur raðmorðingi dúkkað upp á Íslandi líkt og sögnin um Axlar-Björn vitnar um, en samkvæmt annálum myrti Björn Pétursson frá Öxl á Snæfellsnesi níu ferðamenn á ofanverðri 16. öld.5 Þá er líka aldrei að vita nema annar eins hafi einhvern tímann verið á ferli í Íslandssögunni eða sé jafnvel á sveimi í dag því ólíkt fjölda- (e. mass murderer) og offorsmorðingjum (e. spree killer), sem fremja jafnan glæpi sína fyrir allra augum, starfa raðmorðingjar í laumi og haga iðulega drápum sínum þannig að þeir náist ekki. Það verður þó að teljast harla ólíklegt að slíkur illvirki leynist í samfélaginu nú til dags. Hingað til hafa íslenskir raðmorðingjar einkum fundist í skáldverkum, bókmenntum og kvikmyndum, og vonandi mun svo verða sem allra lengst. Á þessum síðum verður fjallað um raðmorðingja og ódæði þeirra, meðal ann- ars með hliðsjón af nýlegu íslensku skáldverki sem segir frá nokkrum slíkum. Um er að ræða glæpasöguna Kóperníku eftir rithöfundinn Sölva Björn Sigurðsson sem kom út árið 2021 í Covid faraldrinum miðjum. Einum þræði mætti túlka söguna sem listrænt viðbragð höfundarins við tímabilinu þar sem raðmorðinginn, sem er að sumu leyti hliðstætt fyrirbrigði veirunnar, er notaður til þess að lýsa ástandinu. Sagan er þó ekki samtímaleg því frásögnin gerist í hinni öldnu höfuðborg Ís- lendinga, Kaupmannahöfn, á ofanverðri 19. öld. Þá á sér einnig stað úrvinnsla á einu þekktasta raðmorðmáli sögunnar, kviðristumorðunum í Lundúnum árið 1888 þar sem hinn dularfulli Jack the Ripper eða Kobbi kviðrista var að verki. Lesandinn fylgir Finni Kóperníkusi eftir sem er ungur íslenskur læknir í Kaup- mannahöfn. Þegar Halldór, uppeldisbróðir hans og kollegi í læknastétt, er myrtur á hrottafenginn hátt, ristur upp og líffæri úr honum tekin, einsetur Finnur sér að komast til botns í málinu. Hann vafrar um skítug og myrk strætin í Kaup- der_b_8707446. 4 Samkvæmt Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðingi er morðtíðni lág á Íslandi í al- þjóðlegum samanburði en samkvæmt henni er meðalfjöldi morða síðustu þrjátíu árin hérlendis tvö atvik á ári. Sjá Arnar Björnsson, „Tvö manndráp að meðaltali á ári síðast- liðin 30 ár“, Fréttavefur RÚV, 11. október 2022, sótt 14. apríl 2023 af https://www.ruv.is/ frettir/innlent/2022-10-11-tvo-manndrap-ad-medaltali-a-ari-sidastlidin-30-ar. 5 Þjóðsögurnar um „Axlar-Björn“ herma að fórnarlömbin hafi verið fleiri, allt að átján, og einnig sagt að blóðþorsti morðingjans hafi gengið í erfðir. Úr þessum þræði þjóð- sögunnar gerir rithöfundurinn Úlfar Þormóðsson sér mat í skáldsögunni Þrjár svartar sólir sem kom út árið 1988 og fjallar um Björn Pétursson frá Öxl og afkomendur hans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.