Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 66

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 66
KVIðRISTARINN Í KAUPMANNAHÖFN 71 lok 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu var algengt að ræða einfaldlega um kviðristu-morð (e. ripper-murder) sem vísun í voðaverk hins goðsagnakennda Jack the Ripper eða Kobba kviðristu.11 Öll þau hugtök sem hér hafa verið nefnd hafa ýmist of víða eða þrönga skír- skotun. Þau geta átt við um einstaka raðmorðingja en ekki alla og leiddi sú stað- reynd Ressler í að finna nýtt hugtak. Hann var staddur á ráðstefnu á Englandi þar sem rætt var um glæpi sem gerðust í röðum svo sem íkveikjur og nauðg- anir. Þetta minnti Ressler á áðurnefndar framhaldsmyndir, Serial Adventures, sem lokkuðu ungt fólk í kvikmyndahús viku eftir viku sökum skorts á fullnægjandi endi (e. cliff hanger) sem þó var gífurlega spennandi. Ressler dró þá ályktun að morðingjarnir sem hann var að rannsaka lifðu fyrir sams konar spennu og bíó- gestirnir, að hvert morð væri ekki ósvipað þætti í framhaldsmynd. Morðinginn væri þannig drifinn áfram af fantasíu um morð sem hann reyndi að fullkomna án árangurs. Ófullnægjan skapaði þörf fyrir ný og ný morð eða þar til fantasía viðkomandi næði einhvers konar lausn eða fullkomnun. Það myndi þó líklegast aldrei verða að veruleika og því héldi morðinginn áfram að drepa, fremja morð í röð eða seríu, sem væri raunar endalaus, myndi ekki stöðvast fyrr enn við andlát viðkomandi eða handtöku.12 Útskýring Resslers er í marga staði áhugaverð og gefur vissa mynd af sálfræði raðmorðingja. Af henni að dæma er nokkuð ljóst að sá sem myrðir ítrekað af hvötum sem tengjast persónulegri fantasíu og þráhyggju er frábrugðinn þeim sem fremja einstök morð af stundarbrjálæði, afbrýðissemi, áhrifum fíkniefna eða af gáleysi svo eitthvað sé nefnt.13 Í afbrotafræðum er jafnan miðað við einstak- ling sem myrðir í það minnsta þrisvar sinnum með hléum á milli sem kölluð eru tilfinningalegur kælitími (e. emotional colling of period) og gefa til kynna að einhvers konar umhugsun eigi sér stað hjá geranda eftir hvert morð. Þetta er skilgreining sem alríkislögreglan í Bandaríkjunum þróaði á áttunda áratug síðustu aldar og studdist lengi við. Árið 2005 uppfærði hún síðan skilgreiningu sína, lækkaði lág- sínum tíma til þess að lýsa enska orðinu „stranger“ yfir þann sem er ókunnugur. Arn- hildur Hálfdánardóttir, „Orðið ókunningi „gjöf til þjóðarinnar““, Fréttavefur RÚV, 16. nóvember 2018, sótt 14. apríl 2023 af https://www.ruv.is/frettir/innlent/ordid-okunn- ingi-gjof-til-thjodarinnar. 11 David Schmid, Natural Born Celebrities. Serial Killers in American Culture, bls. 68–70. 12 Robert Ressler og Tom Shachtman, Whoever Fights Monsters, New York: St. Martin’s Pa- perbacks, 1992, bls. 32–33. 13 Þó eru til dæmi um einstaklinga sem falla undir skilgreininguna og myrða fórnarlömb sín undir kringumstæðum sem þessum og þar sem ástæður hvers morðs eru jafnvel mis- munandi. Sjá Katherine Ramsland, Inside the Minds of Serial Killers, Westport, Connecti- cut og London: Praeger Publishers, 2006, bls. xi–xii.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.