Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 140

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 140
SAMlÍðAN Og SAMKENND 145 fengið meira en 58 milljón áhorfa og er vinsælla heldur en pöndur sem hnerra og kettir sem prumpa. Aðdráttarafl myndskeiðanna felst í ánægju barnanna og stokkið er frá þeirra höfði yfir í okkar eins og um sé að ræða töfrabrögð. Adam Smith kemur með annað dæmi: „Þegar við höfum lesið bók eða ljóð svo oft að við skemmtum okkur ekki lengur við það að lesa fyrir okkur sjálf, þá getum við samt haft ánægju af því að lesa textann fyrir félaga okkar. Í hans augum ber skáldskapurinn með sér töfrandi nýbreytni og við göngum inn í undrunina og aðdáunina sem hann vekur eðlilega upp hjá félaganum. […] Við íhugum allar hugmyndirnar sem lesturinn dregur fram hjá honum á meðan hann les […] og samúðin með gleði hans vekur með okkur ánægju.“19 Hér út- skýrir Smith eina af stærstu ánægjum internetsins, hvers vegna brandarar eru áframsendir, myndir af ómótstæðilegum dýrum, bloggi, myndböndum og svo framvegis. greining hans fangar líka eitt af því sem gerir það gleðiríkt að vera foreldri, maður fær að endurupplifa ákveðna reynslu, svo sem að fara í dýra- garðinn og borða ís í fyrsta sinn. Það er til vinsæl kenning í taugafræðum um það hvernig samlíðan virkar – spegilfrumur.20 Upphaflega fundust þessar frumur í heila rhesus-makakíapa og þær örvast bæði þegar api horfir á annað dýr athafna sig og þegar apinn sjálfur hegðar sér eins. Frumurnar sjá ekki muninn á sér og öðrum og þær er að finna í öðrum prímötum, þar með talið í mönnum að öllum líkindum. Uppgötvun þessara taugafruma hefur valdið töluverðum hræringum, þar sem einn þekktur taugafræðingur (e. neuroscientist) bar hana saman við upp- götvunina á DNA.21 Vísindamenn eru farnir að byggja kenningar um upptöku tungumálsins, um einhverfu og félagslega hegðun, á rannsóknum sínum á spegil- frumum og þessar frumur hafa fangað athygli almennings á sama hátt og tauga- kerfið gerði fyrir allnokkrum árum: Þegar fólk ræðir áhugaverða þætti hugar- starfsins þá getum við gengið út frá því að einhver muni að lokum gefa til kynna að það sé allt hægt að útskýra með spegilfrumum. Þetta leiðir okkur að einfaldri kenningu um samkennd: X sér að Y þjáist; 19 Adam Smith, Theory of Moral Sentiments, bls, 13. 20 Vittorio gallese, luciano Fadiga, leonardo Fogassi, og giacomo Rizzolatti, „Action Recognition in the Premotor Cortex“, Brain 119/1996, bls. 593–609; giuseppe Di Pel- legrino, luciano Fadiga, leonardo Fogassi, Vittorio gallese, og giacomo Rizzolatti, „Understanding Motor Events. A Neurophysiological Study“, Experimental Brain Research 91/1992, bls. 176–180. 21 Vilayanur S. Ramachandran, „Mirror Neurons and Imitation learning as the Driving Force Behind „the Great Leap Forward“ in Human Evolution“, 2009, myndband frá streymisveitunni Edge, transcript at www.edge.org/3rd_culture/ramachandran/ramac- handran_index.html.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.