Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Qupperneq 140
SAMlÍðAN Og SAMKENND
145
fengið meira en 58 milljón áhorfa og er vinsælla heldur en pöndur sem hnerra
og kettir sem prumpa. Aðdráttarafl myndskeiðanna felst í ánægju barnanna og
stokkið er frá þeirra höfði yfir í okkar eins og um sé að ræða töfrabrögð.
Adam Smith kemur með annað dæmi: „Þegar við höfum lesið bók eða ljóð
svo oft að við skemmtum okkur ekki lengur við það að lesa fyrir okkur sjálf, þá
getum við samt haft ánægju af því að lesa textann fyrir félaga okkar. Í hans
augum ber skáldskapurinn með sér töfrandi nýbreytni og við göngum inn í
undrunina og aðdáunina sem hann vekur eðlilega upp hjá félaganum. […] Við
íhugum allar hugmyndirnar sem lesturinn dregur fram hjá honum á meðan
hann les […] og samúðin með gleði hans vekur með okkur ánægju.“19 Hér út-
skýrir Smith eina af stærstu ánægjum internetsins, hvers vegna brandarar eru
áframsendir, myndir af ómótstæðilegum dýrum, bloggi, myndböndum og svo
framvegis. greining hans fangar líka eitt af því sem gerir það gleðiríkt að vera
foreldri, maður fær að endurupplifa ákveðna reynslu, svo sem að fara í dýra-
garðinn og borða ís í fyrsta sinn.
Það er til vinsæl kenning í taugafræðum um það hvernig samlíðan virkar –
spegilfrumur.20 Upphaflega fundust þessar frumur í heila rhesus-makakíapa og
þær örvast bæði þegar api horfir á annað dýr athafna sig og þegar apinn sjálfur
hegðar sér eins. Frumurnar sjá ekki muninn á sér og öðrum og þær er að finna í
öðrum prímötum, þar með talið í mönnum að öllum líkindum.
Uppgötvun þessara taugafruma hefur valdið töluverðum hræringum, þar
sem einn þekktur taugafræðingur (e. neuroscientist) bar hana saman við upp-
götvunina á DNA.21 Vísindamenn eru farnir að byggja kenningar um upptöku
tungumálsins, um einhverfu og félagslega hegðun, á rannsóknum sínum á spegil-
frumum og þessar frumur hafa fangað athygli almennings á sama hátt og tauga-
kerfið gerði fyrir allnokkrum árum: Þegar fólk ræðir áhugaverða þætti hugar-
starfsins þá getum við gengið út frá því að einhver muni að lokum gefa til kynna
að það sé allt hægt að útskýra með spegilfrumum.
Þetta leiðir okkur að einfaldri kenningu um samkennd: X sér að Y þjáist;
19 Adam Smith, Theory of Moral Sentiments, bls, 13.
20 Vittorio gallese, luciano Fadiga, leonardo Fogassi, og giacomo Rizzolatti, „Action
Recognition in the Premotor Cortex“, Brain 119/1996, bls. 593–609; giuseppe Di Pel-
legrino, luciano Fadiga, leonardo Fogassi, Vittorio gallese, og giacomo Rizzolatti,
„Understanding Motor Events. A Neurophysiological Study“, Experimental Brain Research
91/1992, bls. 176–180.
21 Vilayanur S. Ramachandran, „Mirror Neurons and Imitation learning as the Driving
Force Behind „the Great Leap Forward“ in Human Evolution“, 2009, myndband frá
streymisveitunni Edge, transcript at www.edge.org/3rd_culture/ramachandran/ramac-
handran_index.html.