Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 143
PAUl BlOOM
148
Í öðru lagi er ekki þörf á samlíðan til þess að kveikja á samkennd. Til að
skilja þetta skaltu íhuga dæmi frá heimspekingnum Peter Singer um gjörð sem er
augljóslega góð.27 Þú ert að ganga framhjá stöðuvatni og sérð lítið barn berjast
um í vatninu. Vatnið er aðeins nokkurra feta djúpt en stúlkan er að drukkna.
Foreldra hennar er hvergi að sjá. Ef þú ert eins og flestir þá myndir þú vaða út
í vatnið og draga barnið upp úr, jafnvel þótt þú eyðilegðir skóna þína í leiðinni.
(Heimspekingar virðast vera hrifnir af dæmum með drukknandi börnum: fyrir
um það bil tvö þúsund árum skrifaði kínverski fræðimaðurinn Mencius: „Enginn
maður er það hjartasnauður að vera sama um þjáningar annarra … gerum ráð
fyrir því að einhver sæi skyndilega ungt barn sem væri við það að falla niður í
brunn. Hann myndi svo sannarlega vera snortinn af samkennd.“)28
Það er vissulega mögulegt að samlíðan geti leitt til samkenndar og svo til
viðbragða. Þú sérð að stúlkan er dauðhrædd og sýpur hveljur. Þér líður eins og
henni, þú vilt losna við þína eigin drukknunarupplifun og það hvetur þig til þess
að bjarga henni. En þetta er ekki það sem gerist venjulega. Að öllum líkindum
myndir þú stökkva út í án þess að lifa þig inn í skelfinguna sem felst í því að þú
sért að drukkna. líkt og sálfræðingurinn Steven Pinker bendir á: „Ef geltandi
hundur hræðir barn sem orgar af skelfingu, þá væru viðbrögð mín ekki að orga
af skelfingu með henni heldur að hugga hana og vernda.“29
Í þriðja lagi getur maður upplifað samlíðan án samkenndar, rétt eins og
maður getur fundið fyrir samkennd án þess að finna fyrir samlíðan. Maður gæti
fundið sársauka manneskjunnar og langað til þess að hætta að finna hann, en
ákveðið að leysa vandamálið með því að skapa fjarlægð á milli sín og þessarar
manneskju í stað þess að lina þjáningar hennar. Þú gætir ákveðið að ganga
framhjá vatninu. Taka má dæmi úr raunheimum en heimspekingurinn Jonat-
han glover segir frá viðbrögðum konu sem bjó nálægt dauðabúðum nasista í
Þýskalandi og bar þess vitni að það tæki fanga marga klukkutíma að deyja eftir
að þeir voru skotnir.30 Henni var svo brugðið að hún skrifaði bréf: „Oft er maður
neyddur til þess að upplifa slíka svívirðingu. Ég er veik fyrir og slík sýn reynir svo
mikið á taugarnar mínar að ég get ekki þolað þetta til langtíma. Ég krefst þess
að látið verði af slíkum ómannúðlegum verkum eða þá að þau verði framin þar
sem enginn sér þau.“
27 Peter Singer, „Famine, Affluence, and Morality“, Philosophy and Public Affairs 1/1972, bls.
229–243.
28 Tilvitnun sótt í Stephen Darwall, „Empathy, Sympathy, Care“, Philosophical Studies
89/1998, bls. 261–282.
29 Steven Pinker, Better Angels, bls. 576.
30 Jonathan glover, Humanity. A Moral History of the Twentieth Century, New Haven: Yale Uni-
versity Press, 2000, bls. 379–380.