Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 184

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 184
FYRIR HVERjA ERu FRÆðIn? 189 er ágætur útgangspunktur (en ég mun reyndar slípa hann aðeins til síðar meir; sjá §4–6). næsta skref er að átta sig betur á því hverjar þessar afurðir eru. Í grófum dráttum held ég að þeim megi skipta í tvo flokka. Annars vegar geta fræðin af sér ýmis efnisleg gæði, tækninýjungar og annað sem á að auðvelda okkur lífið með einum hætti eða öðrum. Þetta geta bæði verið áþreifanlegir hlutir eins og tölvur, bílar og bóluefni, sem og óáþreifan- legri fyrirbæri eins og tæknifrjóvganir og kvíðameðferðir. Þetta eru gæði sem eru í eðli sínu takmörkuð og sem ganga kaupum og sölum í flestum samfélögum, þótt sum þeirra séu líka fjármögnuð með skattpeningum og veitt af opinberum aðilum. Aðgengi okkar að gæðum af þessu tagi stjórnast þess vegna að mjög miklu leyti af fjárhag okkar og spurningin um hvernig slíkum gæðum skuli skipt á milli okkar er því í raun bara angi af stærri hugmyndafræðilegri spurningu um hvernig skipta skuli efnislegum gæðum á milli fólks. Hins vegar geta fræðin líka af sér annars konar gæði, sem kalla má vitsmunaleg gæði. Þetta eru þau gæði sem felast í því að búa yfir einhverjum upplýsingum, vita eitthvað, skilja eitthvað – eða eitthvað af þessu tagi. Allt frá dögum Platons hefur verið umdeilt innan heimspekinnar hvers konar ástand felur raunverulega í sér vitsmunaleg gæði – eða hvaða ástand felur í sér mestu vitsmunalegu gæðin.5 Sumir segja til dæmis að það sem máli skipti sé að höndla sannleikann; aðrir halda því fram að þekking skipti mestu máli; og enn aðrir færa rök fyrir því að sannleikur og þekking séu í sjálfu sér gagnslaus nema maður hafi einhvers konar skilning á viðfangsefninu sem um er að ræða.6 En þessar deilur um hvort hin vitsmuna- legu gæði sem mestu skipti sé sannleikur, þekking eða skilningur – eða mögulega eitthvað allt annað – skipta okkur litlu máli hér. Til einföldunar ætla ég því að einblína á þekkingu frekar en önnur vitsmunaleg gæði sem fræðin geta af sér.7 5 Sjá einkum Platon, Menón, þýðandi Sveinbjörn Egilsson, Reykjavík: Hið íslenska bók- menntafélag, 1985. Gagnlegar yfirlitsgreinar um nýlegri umræður um efnið má finna hjá Dennis Whitcomb, „Epistemic Value“, The Continuum Companion to Epistemology, ritstjóri Andrew Cullison, london: Continuum, 2012, bls. 270–287 og Duncan Pritchard, john Turri og j. Adam Carter, „The Value of Knowledge“, Stanford Encyclopedia of Philosophy, ritstjórar Edward n. Zalta og uri nodelman, 2022, sótt 6. apríl 2023 af https://plato. stanford.edu/archives/fall2022/entries/knowledge-value. 6 Hér þyrfti líka að sjálfsögðu að tilgreina hvaða merkingu við leggjum í þessi hugtök, til dæmis hvort þekking sé sönn, réttlætt skoðun eða eitthvað annað. Sjá til dæmis Ed- mund Gettier, „Er sönn réttlætt skoðun þekking?“, þýðandi Geir Þ. Þórarinsson, Hugur 18/2006, bls. 71–73. 7 Í mínum huga felst í þessu talsverð einföldun, kannski jafnvel ofeinföldun, því ég er einn af þeim sem líta svo á að skilningur sé það vitsmunaástand sem felur í sér mestu vitsmunalegu gæðin og að í raun séu engin sérstök vitsmunaleg gæði í því fólgin að hafa þekkingu umfram það að búa yfir sannri skoðun og rökstuðningi fyrir þeim. Sjá til dæmis jonathan l. Kvanvig, The Value of Knowledge and the Pursuit of Understanding, Cambridge:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.