Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 185
FInnuR DEllSén
190
Í þessari grein ætla ég líka að mestu leyti að horfa fram hjá þeim efnislegu
gæðum sem fræðin geta af sér og einblína í staðinn á vitsmunalegu gæðin, og
þá sérstaklega þekkingu. Þetta geri ég að hluta til vegna þess að spurningar um
hvernig skipta skuli efnislegum gæðum eru nú þegar þaulræddar innan heim-
spekinnar og ég hef ekki miklu við þær að bæta hér.8 Aðalástæða þess að ég
legg að mestu leyti áherslu á vitsmunaleg gæði í þessari grein er þó sú að þessi
gæði liggja hinum efnislegu að vissu leyti til grundvallar hvað fræðastörf snertir.
Fræðin geta nefnilega ekki af sér nein efnisleg gæði nema með því að geta fyrst
af sér einhvers konar vitsmunaleg gæði. Það hefðu til dæmis engin bóluefni gegn
Covid-19 verið framleidd nema fyrir það að lífefnafræðingar öðluðust þekkingu
á því hvernig kórónuveirur eins og SARS-CoV-2 hegða sér og hvernig hægt er
að stöðva útbreiðslu þeirra í mannslíkamanum. Og tölvur hefðu aldrei orðið
til nema fyrir tilstilli nýrrar þekkingar í rökfræði og stærðfræði sem gerði okkur
kleift að smíða rökrásir og þar með tölvur. Og svona mætti lengi telja. Í fræð-
unum kemur þekkingin fyrst, tæknin seinna.
Með þessu er ég ekki endilega að halda því fram að bókstaflega allar tækni-
framfarir byggi á stórkostlegum vitsmunalegum gæðum, svo sem yfirgripsmikilli
þekkingu eða djúpum skilningi á viðfangsefninu. Mörg dæmi eru um tæknifram-
farir sem eru þess eðlis að einhver svo gott sem rambaði á einhverja tækniupp-
götvun án þess að byggja það á neinu sem mætti með réttu kalla vitsmunaleg
gæði. Sem dæmi má nefna franska rennilásinn (Velcro), sem svissneski verkfræð-
ingurinn George de Mestral hannaði með því að líkja eftir því hvernig krókajurt
festist við feld dýra og föt manna með hjálp lítilla krókbursta. En tækniframfarir
af þessu tagi byggja heldur ekki á fræðastarfi, svo þær eru ekki gagndæmi við
þá fullyrðingu að þau vitsmunalegu gæði sem fræðin geta af sér liggi til grundvallar
þeim efnislegu gæðum sem fræðin geta af sér. Þar fyrir utan má bæta við að jafn-
vel de Mestral þurfti á einhvers konar þekkingu að halda til að hanna franska
rennilásinn sinn, þótt sú þekking hafi kannski ekki endilega þurft að vera mjög
„fræðileg“.
Ef við göngum nú út frá því að slagorðið um að fræðin séu fyrir okkur öll
feli í sér að afurðum fræðanna eigi að dreifa til okkar allra, og að þessar afurðir
séu ekki síst vitsmunaleg gæði, svo sem þekking, þá virðist fljóta af því að dreifa
eigi vitsmunalegum afurðum fræðanna til okkar allra. Og ef við bætum við að
Cambridge university Press, 2003 og Catherine Elgin, True Enough, Cambridge, MA:
MIT Press, 2017.
8 Heimspekilegar kenningar um skiptingu efnislegra gæða má til dæmis finna hjá John
Rawls, A Theory of Justice: Revised Edition, Cambridge, MA: Harvard university Press,
1999, Robert nozick, Anarchy, State, and Utopia, new York: Basic Books, 1974 og G.A.
Cohen, Rescuing Justice and Equality, Cambridge, MA: Harvard university Press, 2008.