Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 187

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 187
FInnuR DEllSén 192 ljóst að eitthvað hefur eigingildi. Ef X hefur ekki eigingildi þá hlýtur X að hafa nytjagildi (annars hefði X ekkert gildi). En ekkert getur haft nytjagildi nema það færi okkur eitthvað annað, köllum það Y, sem hefur gildi. Og nú getum við spurt, aftur, hvort Y hafi eigingildi eða nytjagildi, rétt eins og við gerðum fyrir X. Og þá erum við komin aftur af stað. Eins og sjá má getur þessi runa aðeins endað í einhverju sem hefur eigingildi, eða gildi í sjálfu sér, og því virðist sem slíkt verði að vera til ef nokkuð á að hafa gildi.11 Hvers konar gildi hefur þekking? Eigingildi eða nytjagildi? ljóst er að þekk- ing hefur oft umtalsvert nytjagildi, því í krafti þekkingar getum við gjarnan náð þeim markmiðum sem við setjum okkur – sem gera má ráð fyrir að hafi umtals- vert gildi í flestum tilvikum. Ef ég veit til dæmis hvar kökukrúsin er falin, og ef það færir mér ánægju að borða kökurnar í krúsinni, og ef það að vera ánægður hefur gildi (hvort heldur sem er eigingildi eða nytjagildi), þá hefur þekkingin á staðsetningu kökukrúsarinnar gildi í krafti þess sem þessi þekking færir mér. Fræðileg þekking hefur að sama skapi umtalsvert nytjagildi, meðal annars í krafti þess að færa okkur ýmis efnisleg gæði eins og nefnt var hér að ofan (sjá §2), en líka í krafti þess að mynda undirstöðurnar fyrir aðrar fræðilegar rannsóknir sem geta svo af sér enn meiri þekkingu (sjá §7). En þótt þekking hafi þannig nytjagildi þýðir það ekki að þekking geti ekki líka haft eigingildi. Annað útilokar nefnilega ekki hitt. Þegar vel er að gáð virðist ýmislegt benda til þess að þekking hafi einmitt eigingildi – að minnsta kosti í mörgum tilvikum, þótt á því séu líka undantekningar (sjá §5). Ef við ímyndum okkur til dæmis að fræðilegar uppgötvanir eins og Pýþagórasarreglan, afstæðis- kenning Einsteins eða náttúruvalskenning Darwins hefðu ekkert nytjagildi fyrir okkur – að þær gerðu líf okkar ekki auðveldara með nokkrum hætti – þá virðist samt erfitt að neita því að þær séu einhvers virði. Ef svo er þá hljóta þær að hafa eigingildi, mögulega til viðbótar við það nytjagildi sem þær hafa í reynd. Sumar af helstu rannsóknarspurningum fræðanna snúast auk þess um fyrirbæri sem erfitt er að sjá að hafi mikið nytjagildi. Til dæmis held ég að það hafi varla mikið nytjagildi að vita hvort til séu fleiri víddir en við getum skynjað eða hvernig og hvers vegna mannskepnan varð til sem sjálfstæð dýrategund.12 Ef það að vita 11 Þessi rökfærsla gerir að vísu ráð fyrir því að ekki geti verið til óendanlega langar keðjur hluta sem einungis hafa nytjagildi í krafti nytjagilda hluta sem koma síðar í keðjunni. ég ætla ekki að rökstyðja þessa forsendu að öðru leyti en því að benda á að ólíklegt er að til séu óendanlega margir hlutir (hvað þá óendanlega margir hlutir með nytjagildi). Almennt er talið að alheimurinn sé endanlega stór (þótt hann fari sífellt stækkandi) og að samanlagður massi hans sé sömuleiðis endanlegur. 12 Í einhverjum tilvikum getur nytjagildi þekkingar jafnvel verið neikvætt, svo sem þegar þekkingin veldur okkur fyrst og fremst óþægindum eða áhyggjum. Dæmi um það gæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.