Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 196

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 196
FYRIR HVERjA ERu FRÆðIn? 201 fræðin séu ekki bara fyrir okkur öll, heldur líka jafn mikið fyrir okkur öll. Því þótt þekking fræðafólks á þeim gögnum og kenningum sem það vinnur með hafi í ein- hverjum tilvikum meira nytjagildi en þekking annarra á ýmsum (jafnvel öllum) öðr- um staðreyndum, þá er ekkert því til fyrirstöðu að eigingildi þekkingar sé hið sama óháð því um hvern er verið að ræða. Ef svo er má segja að sérhver einstaklingur sé þannig að það sé jafn mikils virði í sjálfu sér að viðkomandi hafi vissa þekkingu eins og að hver annar hafi slíka þekkingu.25 Hér er á ferð viðbót við þekkingarlega jafnaðarstefnu eins og hún var skilgreind að ofan (sjá §4), því þessi viðbót kveður á um að þekking hvers og eins sé ekki bara einhvers virði, heldur sé hún líka jafn mikils virði – í sjálfu sér. Þetta mætti kalla róttæka þekkingarlega jafnaðarstefnu. ég ætla ekki að rökstyðja róttæka þekkingarlega jafnaðarstefnu sérstaklega því hún gengur í raun lengra en nauðsynlegt er að ganga í þessari grein. Það sem mestu máli skiptir er að þekking allra er einhvers virði, eins og þekkingar- lega jafnaðarstefnan kveður á um, ekki hvort þekking allra sé jafn mikils virði í sjálfu sér, eins og róttæka jafnaðarstefnan bætir við. Í hvoru falli um sig flýtur af þessu að fræðin eigi ekki aðeins að snúast um að skapa þekkingu hjá fræðafólkinu sjálfu. Á hinn bóginn er vert að gefa því gaum að jafnvel róttæk þekkingarleg jafnaðarstefna er samrýmanleg því að þekking fræðafólks á sumum staðreyndum sé meira virði – vegna þess að það hefur meira nytjagildi – en þekking megin- þorra almennings á slíkum staðreyndum – sem þó hefði jafn mikið eigingildi. 8. Fræðin og miðlun þekkingar Að lokum ætla ég að tæpa aðeins á því hvaða praktísku afleiðingar þessi út- listun á slagorðinu um að fræðin séu fyrir okur öll ætti að hafa á fræðin sjálf. Hvernig ætti fræðafólk að haga störfum sínum með hliðsjón af þessari hugmynd og grundvallarreglunni um að þekking hvers og eins sé (jafn mikils) virði (í sjálfu sér)? Þetta er reyndar afar flókin spurning sem veltur á ýmsum atriðum sem þyrfti að skoða betur, svo sem að hvaða marki almennir borgarar geti sjálfir verið virkir þátttakendur í fræðastörfum og hvers konar þekkingu þeir þurfi þá að búa yfir.26 Margt í fræðasamfélaginu er nú þegar í góðu samræmi við þessar hugmyndir, eða er í það minnsta á réttri leið. Þar ber kannski hæst að nefna þá almennu 25 Fyrir þá allra nákvæmustu má orða þetta svona: Um sérhverja einstaklinga E og E’ gildir að til eru staðreyndir S1,...,Sn og S1’,...,Sn’ þannig að eigingildi þess að E viti S1,...,Sn er jafnt eigingildi þess að E’ viti S1’,...,Sn’. 26 Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að efla almenningsvísindi (e. citizen science) af þessu tagi, til dæmis á vegum Evrópuráðsins; sjá SOCIEnTIZE, Green Paper on Citizen Science, Brussels: European Commision, 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.