Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 20
18
tjRVALi
verið á kúlunni. Kifflar í kúium,
sem skotið hefir verið úr byssu,
eru eins óbrigðulir og fingra-
för, en rifflamir í kúlunni, sem
fannst í höfði hins myrta svör-
uðu ekki til rifflanna í skamm-
byssu Israels. Ákærandinn sann-
aði réttinum þetta með kúlum,
byssum og stækkuðum Ijós-
myndum.
Loks var það eitt, sem öllum
hafði sést yfir: öll vitnin sóru,
að þau höfðu séð glampa á
skammbyssu í hendi morð-
ingjans. En skammbyssa Isra-
els var svört og algjörlega
gljáalaus.
Þegar hér var komið, snéri
ákærandinn sér að kviðdómend-
unum og mælti: „Ég held að
ekki geti lengur leikið vafi á
um sakleysi Israels. Ég leyfi
mér því, ef rétturinn fellst á
það, að fara fram á að ákæran
verði tekin aftur, og að þessi
saklausi maður verði látinn
laus.“ Ogrétturinn féllst á þetta.
Morðingi séra Dahme er
ófxmdinn enn í dag. Nokkrum
árum eftir réttarhöldin fékk
Homer Cummings bréf frá Har-
old Israel. Hann var þá ekki
lengur umrenningur, hann hafði
fengið atvinnu, eignast konu og
barn, hús og bíl. Ef hinn opin-
beri ákærandi hefði ekki beitt
valdi sínu af jafnmikilli rétt-
sýni, er eins líklegt, að þessi
maður væri nú duft og aska í
nafnlausri gröf.
I sakamálaskýrslum er að
finna margar sögur svipaðar
þessari, þó að fæstar endi eins
vel.
Bezta tryggingin gegn því
að saklaus þegn þjóðfélagsins
hljóti þungan dóm, er vakandi
samvizka hins opinbera ákær-
anda. Þessvegna er það, að með-
ferð Homer Cummings á máli
Israels er túlkuð sem lýsandi
fordæmi fyrir verðandi lög-
fræðinga.
Avglýsing I dagblaði í Now York:
Maður, sem fær útborgað á föstudögum, en er alltaf orðinn
blankur á þriðjudögum, óskar eftir að kynnast manni, sem fær
útborgað á þriðjudöginn, en er orðinn blankur á föstudögum.
— Readers Digest.