Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 96

Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 96
94 ■ÚRVAL sagSi annar. „Hafðu mitt ráð og hypjaðu þig burt.“ „Bg fæ skipanir mínar frá guði,“ sagði Jósep rólega. „Heyrirðu í honum, Bill! Hann er er í félagsskap við guð! Hlustaðu nú á, galdrasteina-blábjáninn þinn. Þú hefir komið til þess að eiga Emmu Hale, en hún er konuefniS mitt.“ „Það er satt. Eg ætla a3 eignast Emmu Hale fyrir konu.“ Skeggjaði risinn rak upp hrossa- hlátur. „Heyrirðu í honum BiIIi! Hánn er með ráðagerðir um að ganga að eiga konuefnið mitt.“ Bill var íbygginn á svipinn. Hann sagði alvarlegur við Jósep. „Hann Jess hérna er ekki við lambið að leika sér. Mig mundi ekki langa til að egna hann.“ „Bg er til í slag út af stelpunni," sagði Jess. „Hvemig lízt þér á það?“ „Við látum Emmu skera ur." „Nei það skal aldrei verða. Ég læt ekki kvenmann segja Jess Miller fyr- ir verkum. Vertu viðbúinn, því að þú skalt liggja eins og sveskja." Jósep hopaði nokkur skref. Ha.nn var ekki hræddur. Hann vissi að drottinn mundi gefa sér styrk, en hann vildi ekki gefa sig í ruddaleg áflog. „Ég held,“ — byrjaði hann, en komst ekki lengra, því að Jess óð áfram með hnefana á Iofti. Hann hafði vanmetið afl og fimleik and- stæðings síns. Jósep var hraust- menni. Á slíku augnabliki, þegar hann fann að guð var með sér, var kraftur hans ekki einungis fólginn í vöovum hans, heldur einnig í hinu rólega áformi hugans. Hann vatt sér undan högginu, greip fjandmanninn og rak hann niður með heljarafli. Síðan beið hann þangað til Jess stóð á fætur, slefandi af blótsyrðum og óður af reiði. Hann nálgaðist eins og mann- ýgur tarfur, en Jósep skauzt til hægri og sló til hans af öllu afli. Höggið lenti á kjálkanum og maðurinh féll eins og uxi undan kylfuhöggi. Billi, sem hafði ekki tekið neinn þátt í áflogunum, hopaði fjær. Jess reyndi að setjast upp, en var hálfgert í roti, svo að hann gafst upp eftir skamma hríð, féll aftur á. bakið og stundi. Jósep fór til hans og leit á hann. „Bg elska friðinn," sagði hann. „Það veit guð,“ sagði Billi. „Þetta. er í fyrsta skipti, sem ég sé hann liggja." „Eg er friðsamur maður," sagði Jósep. „Ég ætla að fara.“ Sá orðrómur komst nú á loft, a5 Jósep væri, þrátt fyrir galdrasteins- kuklið, hraustasti maðurinn í vestur- héruðunum. Enginn óróaseggur koro. eftir þetta til að berjast við hann, en hann var enn litinn illu auga. . Hann skeytti því engu: ofsóknir voru þáttur úr örlögum hans. Hann hafðist við í námumannskofa, sem kominn var í eyði. 1 honum miðjum gerði hann skilþil og eftir að Oliver kom, sátu þeir sitt hvorumeg- in og þýddu. Þegar Jósep vann viS þýðinguna var hann ógurlegur á- sýndum líkt og við sýnirnar, því að hann skynjaði ekkert nema rödd, rödd sjálfs sín, sem talaði í nafni guðs. Allt blóð hvarf úr andliti hans, svo hann varð fölur sem nár; öll meðvit- und um þennan heim hvarf úr aug- um hans. Qliver, sem sat við óheflað tréborð, fannst engimr vera í berberginu nema þessi rödd, sem vakti honum hroll. Dag eftir dag unnu þessir tveir menn og vindar haustsins gnauðuðu á kofa- þakinu. Hver blaðsíðan af annarri tók að fæðast í hinni nýju biblíu. Eft- ir að rödd Jóseps hafði þagnað og ekkert heyrð'ist nema vindurinn fyr- ir utan, kom hann framfyrir milli- gerðina svo hvítur og hræðilegur á svipinn, að Oliver þorði ekki að yrða á hann. Er þeir höfðu etið fábreytta máltíð, sem Oliver matbjó þeim, gekk Jósep um í skóginum í von um aö sjá Emmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.