Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 111
BÖRN GUÐS
109
snusterinu sem húsi drottins og trú-
hræðrunum sem hans utvalda lýð.
Eftir sýnirnar voru nokkrar helgi-
a.thafnir um hönd hafðar á efri hæð-
um musterisins. Konurnar blésu af
reiði, því þeim var neitað um aðgang
að þessum herbergjum. E»ær sögðu
að eitthvað væri bogið við þessar að-
farir. En það var ekkert undarlegt á
seyði. Það var aðeins olíusmurning og
f'ótaþvottur — hið síðara sagði Jósep
að væri til að sýna, að þeir væru
þiónar en ekki herrar.
Messuvín var einnig haft um hönd
og trúbræðurnir drukku óspart. Jósep
sjálfur, sem ætíð hafði litið á vín-
hneigð sína sem sinn mesta galla,
drakk þar til hann sundlaði, þó að
hann vissi ekki, hvort hann var ölv-
aður af víni eða gleði.
Vígsla musterisins var stærsti sig-
ur hans x 30 ár. En nú minntist hann
þess, að Emma beið eftir honum og
sú hugsun kom honum meir til sjálfs
sin en þó að hellt hefði verið yfir
hann köldu vatni.
Emma var mjög reið. Jósep var
varla kominn inn úr dyrunum þegar
hún steypti sér yfir hann. „Þú ert
fullur!“ hrópaöi hún.
„Þú lætur fólk sníkja peninga, svo
þú getir byggt musteri til að svalla
i!“
„Ég er fullur af anda drottins,"
sagði hann. „Ég er ölvaður af gleði."
„Þú ert ölvaður af víni, flagarinn
þinn.“
Hann kraup við rúmið og beygði
höfuð sitt i bæn. Hann þakkaði guði
lágri, djúpri röddu fyrir það, að hús
drottins væri nú orðið að hæli hinnar
sniklu hreyfingar.
Emmu brá, er hann leit upp og hún
sá leiðsluna í augum hans. Hún starði
hvasst á hann og hugsaði með sér,
að kannski væri hann ölvaður af sýn-
unum, en ekki af víninu.
Brigham sagði, að kirkjuna skorti
fé og fékk Jósep til að stofna banka
í Kirtland. „Við getum keypt land
hér í kring fyrir lítið eða ekkert,“
sagði hann. „Þegar hinir skírðu koma
hvaðanæva úr heiminum getum við
selt það hærra verði. Við getum
auðgað kirkjuna — og auður er
vald.“
Bankinn var stofnaður og kallaður
Sparisjóðsfólag Kirtlands. Trúbræðr-
unum var sagt, að það væri skylda
þein-a að leggja fé í hann.
Það var djarft fyrirtæki fyrir jafn
gætinn mann og Brigham að stofna
banka með fjórar miljónir króna í
veltufé. En hann var gripinn af
gróðraandanum, sem gekk eins og
flóðbylgja yfir Bandaríkin, og hélt
ótrauður áfram að gefa út seðla á
nýja banka og leggja fé í allt sem
virtist ábatavænlegt.
Brigham hafði haldið eins og Jósep,
að nýir trúbræður munöu koma svo
þúsundum skipti til Kirtlands. Það
varð líka reyndin á, en margir höfðu
ekki með sér annað en fötin, sem
þeir stóðu í. Brigham horfði skelfdur
á þá.
„Við verðum gjaldþrota ef við fá-
um enga ríka liðsmenn," sagði hann
við Jósep. „Þessir menn eru jafn
snauðir og kirkjurottur. Ég ræð þér
til þess að biðja trúboðana að senda
ekki fleiri fátæklinga hingað. Seðl-
arnir okkar eru í þann veginn að
verða einlds virði."
Að'vörunin kom of seint. Bankinn
fór á höfuðið 1873.
Þegar hrunið varð heyrinkunnugt
í Kirtland varð fólk viti sínu fjær.
Foringjarnir ásökuðu hver annan um
fjárdrátt og vinur reis gegn vini.
Þeir, sem voru í öðrum kirkjufélög-
um, horfðu á og glöddust. Lýðurinn
safnaðist saman og ráðgerði aftökur.
Jafnvel háttsettir menn innan
kirkjunnar ásökuðu Jósep harðlega
um svik. Einhverjir sögðu óðir af
reiði, að Jósep og aðrir leiðtogar
hefðu lifað í dýrindis kvennabúrum.
Jafnvel Oliver Kowdery, sem hafði
verið dyggur þjónn í mörg ár, sór
að Jósep hefði flekað tökubarn, sem
va.r á heimili hans.
Jósep varð að mæta á fundi, sem
æsingaseggirnir héldu í musterinu.