Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 86
84
■ORVAL,
ÚRSKURÐIR DÓMSTOLANNA
í málum, sem rakin eru á bls. 82—83.
1. Holmes var sekur fundinn
af kviðdómendunum, sem þó
mæltu með því að honum yrði
sýnd miskunn. Dómsforsetinn
lagði áherzlu á það í ræðu sinni
til kviðdómendanna, að eina
rétta aðferðin í svona tilfelii,
væri sú að varpa hlutkesti.
„Þegar hlutkesti hefir farið
fram verða allir að beygja sig
fyrir því, en sýni einhver mót-
þróa er heimilt að beita valdi.“
(C. C. E. D. Pa. 1842).
2. Hæstiréttur Illinoisríkis
úrskurðaði að spítalinn væri
ekki bótaskyldur gagnvart
baminu ófæddu, þar eð ófætt
bam gæti ekki talizt sérstakur
einstaklingur. (184 111. 359).
Dómstólar í átta öðram ríkj-
um Bandaríkjanna, hafa komizt
að svipuðum niðurstöðum.
Flestir þeir sem um málið hafa
ritað hafa hins vegar verið á
öndverðum meiði.
3. Rétturinn dæmdi henni
skaðabætur fyrir að nafn henn-
ar skyldi hafa verið notað, en
ekki þó að þáttur úr ævisögu
hennar væri notaður. Rétturinn
áleit að stjórnarskrá Kalifomíu-
ríkis tryggði mönnum rétt til
leyndar um einkalíf, því að þar
stendur að allir menn hafi „viss
óafhendileg réttindi, meðal
þeirra réttindi til að verja líf
sitt og frelsi... og réttindi til
að leita og öðlast hamingju.“
(112 Cal. App. 285).
4. Rétturinn taldi hana ekki
seka um tvíkvæmi, þar eð hún
hefði ekki haft neitt glæpsam-
legt í hyggju.
(23 Q. B. D. 168).
-O-
Góð veiði.
Fjallabúar í Tennessee stunda mikið dýraveiðar. Einn þeirra,
Len að nafni, kom eitt sinn á laugardegi til bæjarins ásamt konu
sinni, og hélt hann á vikugömlu bami þeirra undir annari hend-
inni.
Kaupmaður í búð, sem þau komu inn í, heilsaði þeim kunnug-
lega og mælti: „Sæll Len, átt þú þetta, sem þú ert með undir
hendinni?"
Len, hugsaði sig um andartak, svo sagði hann: „Ekki skil ég
í öðru. Að minnsta kosti kom það í gildruna mína.“
— Vadus Coarmack í „Reader’s Digest."