Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 18
16
TJRVAL
En þaö ætti ekki aö þurfa aö
taka þaö fram, aö það er jafn
mikilvœgt fyrir hinn opinbera
úkæranda aö nota hiö mikla
váld stööu sinnar til þess að
vernda þá sem saklausir eru og
að sanna sekt þeirra sem sekir
eru.“
Maðurinn í fangastúkunni
leit upp og það var undrunar-
svipur á fölu andlitinu. Áhorf-
endurnir fundu að eitthvað
óvenjulegt lá í loftinu og það
ríkti dauða þögn það sem eftir
var ræðutíma ákærandans.
Hann hafði rannsakað allt í
sambandi við játningu fangans,
og niðurstöðurnar af þeirri
rannsókn voru þessar:
Þrír læknar, sem ákærandinn
hafði kvatt sér til aðstoðar,
báru það, að þegar Israel skrif-
aði undir játninguna hafi hann
verið í miklum taugaæsingi,
andlega örmagna og algerlega
yfirbugaður af framburði vitn-
anna. Hann gugnaði af því að
allt virtist vera á móti honum;
þegar hann hafði játað, félla
hann í djúpan svefn; hann sagði
ákærandanum, að hann mundi
hafa játað á sig hvað sem var,
aðeins til þess að fá hvíld. Þeg-
ar hann vaknaði morguninn eft-
ir neitaði hann aftur sekt sinni.
Með hliðsjón af þessum stað-
reyndum komst ákærandinn að
þeirri niðurstöðu, að játningin
væri einskis virði.
Fanginn hafði rakið flótta-
leið sína í fylgd lögreglunnar, en
sú ferð sannaoi ekkert, því að í
allri játningunni kom ekkert
nýtt fram og ekki heldur í því
sem hann sýndi lögreglunni á
leiðinni. Hann hafði ekki átt
frumkvæðið að neinu því, sem
þar fór fram, aðeins samsinnt
aiit, andlega örmagnaður.
Um derhúfuna og stuttfrakk-
ann með flauelskraganum upp-
lýsti ákærandinn, að sum vitnin
hefðu ekki rnunað eftir þeim,
fyrr en eftir að þau hefðu lesið
blöðin. Sum höfðu sagt, að húf-
an hefði verið græn, önnur grá.
Húfa Israels var hvorki grá né
græn, heldur brún. Fjöldi
manna, þar á meðal margir, sern
staddir væru í réttarsalnum
núna, væru í stuttfrökkum — og
flauelskragar væru mjög í
tízku!
„Hversu algengt er það ekki,“
sagði ákærandinn, ,,að svipmót í
útliti, einkum klæðaburði, villi
mönnum sýn!“
Samt fullyrtu fjórir borgar^
ar í Briggeport, að þeir hefðu
séð Israel hlaupa burt frá lík-