Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 122

Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 122
120 tJRVAL Abraham, vegna þess, að hann átti margar ?“ „Margar!" hrópaði hún. „Hvað margar konur viltu eiga?“ „Því fleiri konur sem ég á því fyrr verð ég guð í öðru lífi. Þú verður ein af mínum eiginkonum þar.“ Hún hugsaði til þess með ánægju, að vera gift spámanni í þessurn heimi, en guðlegri vei'u í öðrum. „Hver gefur okkur saman?“ „Einhver, sem ég get treyst.“ ,,En Emma — þú veizt, að við er- um allar hræddar við hana.“ „Hafðu ekki áhyggjur út af Emmu. Við verðum að halda þessu leyndu. Þú færð herbergi út af fyrir þig í húsinu okkar og borðar með okkur. Við látum eins og þú sért fátæk syst- ir, sem ég hafi á framfæri. Þú kem- ur fram við mig eins og bróður, nema þegar við erum ein.“ Lovisa flutti í Nauvoo-húsið og fékk herbergi á annarri hæð. Jósep ætlaði sér fleiri konur, en komst brátt að raun um að þær voru ekki allar jafn auðfengnar og Lovisa. Hann hafði augastað á noklcrum, þar á meðal Fanney Alger, Lúsindu Harris og Hunting-systrunum — sömuleiðis hinni fögru konu Orsons Pratt, en hann var í trúboðsferð. Hann fann Fanneyju eitt kvöld úti á árbakkanum og ákvað að láta til skarar skríða. En Fanney var eklci munaðarsjúk eins og Lovísa: hún varð skelfd, þegar hún heyrði ásetn- ing hans. „Þú hlýtur að vera brjálaður," sagði hún. „Fanney systir, þú mátt ekki styggja guð. Seztu hjá mér.“ „Ég sezt ekkert!" „Þá læt ég þig setjast," sagði hann. Hann tók hana í fangið eins og barn og kyssti hana á hálsinn, meðan hún brauzt um eins og villidýr. Svo setti hann hana á bakkann og settist brosandi hjá henni. „Það er gagnslaust, að mótmæla spámanni. Guð refsar þér, ef þú gerir það.“ „Ó, Jesús minn. Hvað skiptir guð sér af því ? Auk þess áttu aðra konu . . .“ „Ég þarf margar konur. 1 öðrum heimi . . .“ „Það verður enginn ann- ar heimur fyrir mig, ef ég syndga í þessurn." „Það er ekki synd,“ sagði hann mynduglega. „Heldurðu að spámað- ur af guði mundi leiða konur í synd?“ „Það virðist nú samt vera.“ Hún leit á munn hans og minntist þess, hvernig hann hafði kysst hana. Hún var gröm við sjálfa sig, vegna þess að henni þóttu kossar hans góðir. „Fanney, þú verður að vera konan min.“ „Nei!“ „Ég segi jú. Það er guðs vilji og ef þú hlýðir ekki, ferð þú til hel- vítis.“ „Jæja, einmitt það!“ Það voru fyr- irlitningardrættir um munn hennar, en hún var skelfd í augunum. Er öllu var á botninn hvolft, var hann spá- maður, sem gerði kraftaverk. „Ég verð að fara. Ég sltal hugsa um það.“ „Segðu engum frá því. Ef þú slúðrar, færðu hræðilega refsingu.“ Fanney hugsaði sig um í marga daga. Hún lcom á skrifstofuna og hlustaði á fortölur hans og mælskar útlistanir. Hann tók ekki konur til að svala fýsnum sínum, heldur vegna þess að það var guðs vilji. Hann minnti hana á hina fornu spámenn, sem höfðu átt margar konur. Smám saman gafst hún upp og eftir nokkr- ar vikur lofaði hún honum að kyssa sig. „Ég get ekki á mér heilli tekið fyr- ir þetta," sagði hún með augun dökk af sorg. „Fanney, hugsaðu um hvaða refs- ingu ég mundi fá, ef það væri synd.“ Hún andvarpaði og hann lukti hana sterkum örmum sínum. Lúsinda Harris, sem var þrifleg í vexti og laus við allt hugmyndaflug. tók Jósep eins og hann væri óskeik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.