Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 51
KATTAREÐLIÐ ER ÖNÁTTÚRLEGT
49
yfir okkur hafinn. Hann sezt í
kjöltu okkar á kveldin og malar
þar fáeinar mínútur, en skyndi-
lega hættir hann að mala og
starir fram fyrir sig út í skugg-
sýnthorní herberginu eða gegn-
um gluggann út í myrkið, alger-
lega óvitandi um návist okkar.
Hann er jafnvel hættur að látast
vera kötturinn „okkar.“ Hann
er á valdi einhvers annars.
Hvers? Hvað er það sem kallar
köttinn svo að hann yfirgefur
samstundis heimili sitt f yrir f ullt
og allt? Hvað er það sem hvísl-
ar í uppspert eyru hans, þegar
hann hættir skyndilega að
sleikja mjúkan feld sinn og
starir með ómennskri, ódýrs-
legri ákefð á ... ekkert ?
Fom-Egyptar töldu sig vita
það. Þeir héldu að hann væri að
horfa á gyðjuna Pasht; og þeir
skulfu í óttablandinni lotningu.
Skotar töldu sig einnig vita það,
en tilgáta þeirra var önnur og
uggvænlegri. Þeir gripu ketti
sína og fleygðu þeim, skrækj-
andi og klórandi, í glóðheita bak-
araofnana, því að það var eini
eldurinn, sem megnaði að tor-
tíma galdranornum.
Frakkar, ítalir og Spánverjar
á miðöldum sáu (eða töldu sig
sjá), hvernig augu kattarins
uxu og minnkuðu með vaxandi
og minnkandi tungli, og þeir
sáu glöggt að kötturinn er ein-
hvemveginn öðruvísi en öll önn-
ur dýr, sem nokkurn tíma hafa
þekkzt, og þeir minntust trúar-
kenninga Manes hins persneska.
Þeir trúðu því að til væri
myrkravald í andstöðu við guð.
Kötturinn, sem ekki átti sam-
leið með nokkru öðm lifandi
sköpunarverki guðs, hlaut að
vera þetta myrkravald holdi
klætt
Á fyrsta sunnudegi föstunn-
ar tóku íbúar Picardy kettina og
bundu þá við langa staura, og
fiðluleikarar borgarinnar léku
andleg lög af miklum fjálgleik.
Því næst reisti fólkið upp staur-
ana, hlóð um þá hrískesti og
kveikti síðan í öllu saman.
Við trúum ekki lengur á
galdranornir, og erum hætt að
leita að holdi klæddum útsend-
urum hins illa í kring um okk-
ur. En við erum engu nær um
skilning okkar á köttunum en
þessir forfeður okkar vom.
Um hunda getum við i*ætt,
kosti þeirra og galla. En um
kettina getum við ekki rætt, því
að við þekkjum þá ekki. Þeir
veiða enn fyrir okkur mýs,
drekka hjá okkur mjólk, sofa