Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 47
HAGFRÆÐIKENNINGAR DR. ALVINS HANSEN
45
lags, en ef þær bregðast, er
þingið reiðubúið til að leggja
fram það fjármagn sem á vant-
ar.
í frumvarpinu segir meðal
annars:
Allir virmufærir Ameríkumenn
hafa rétt til nytsamrar og arð-
bærrar vinnu, og það er stefna
Bandaríkjanna að tryggja það,
að alltaf sé til nægilegur vinnu-
markaður, svo að allir Ameríku-
menn, sem lokið hafa skólanámi
geti neytt þessa réttar síns.
f Englandi hafa svipaðar
kenningar komið fram, t. d. í
síðustu bók Sir William Bever-
idge. Atvinna KancLa öllum t
frjálsu þjóðfélagi. Hann leggur
til að sérstakt ráðuneyti eigi
fjTst að gera áætlun um fram-
lag einkafjármagnsins til iðn-
aðarins og ákveði síðan hve
mikið ríkisfjármagn þurfi til
þess að tryggja atvinnu handa
öllum. Með þessu fyrirkomulagi
eru f járlögin raunverulega ekki
lengur samin með hliðsjón af
kostnaði við venjuleg fram-
kvæmdastörf ríkisstjórnarinn-
ar, heldur eru þau orðin tæki
til þess að tryggja heilbrigt at-
vinnulíf þjóðarinnar.
Fárhagskreppur komu fyrst
fram árið 1825 með byrjun
hinnar kapitalisku iðnþróun-
ar, og síðan hafa þær komið með
nokkurnveginn reglulegu milli-
bili. Fourier skýrði þetta fyrir-
brigði sem crise plétliorique:
„Með tæknimenningunni sprett-
ur fátæktin upp af sjálfri of-
gnóttinni.“ Hefir dr. Hansen að
lokum fundið bót við þessu átu-
meini auðvaldsskipulagsins ?
Hvað sem segja má um það,
og hver sem stefna Trumans
forseta verður í fjármálum, eru
kenningar dr. Hansen mjög
þýðingarmiklar. Margar þeirra
eru jafnvel þegar orðnar þáttur
í iðnaðar- og fjármálum lands-
ins, og öllum, sem fylgjast vilja
með, er nauðsynlegt að vita
deili á þeim.
co^oo
Drykkjuvísa.
Flaskan er tóm, og féð er þrotið.
Gleðin er horfin, glasið brotið.
Segðu mér — hefi ég nokkurs notið ?
fjr „Vor sólskinsár," eftir Kjartan J. Gíslason
frá Mosfelli.