Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 37
MÖRG TUNGL
35
fíla og bláa loðhunda; tungur
úr kólibrífuglum, englafjaðrir
og nashymingahorn; risa-
dverga og hafmeyjar; reykelsi,
ilmkvoðu og myrni; pund af
smjöri, tíu egg og einn poka af
sykri — fyrirgefið, konan mín
hefir skrifað þetta síðasta."
„Það er sama,“ sagði kon-
ungurinn. „Nú er það tunglið,
sem ég vil fá.“ „Tungíið," sagði
hirðstjórinn, „það er ómögu-
legt.“ Það er 35,000 mílur í
burtu og er stærra en herbergið
sem prinsessan liggur í. Auk
þess er það ur bráðnum kopar.
Ég get ekki náð í tunglið fyrir
yður. Bláa loðhunda get ég út-
vegað yður, en tungiið ekki.“
Konungurinn varð ævareiður
og skipaði hirðstjóranum að
hypja sig burt og senda til sín
töframann hirðarinnar. Töfra-
maður hirðarinnar var lítill
maður, grannur og langleitur.
Hann var með háan, rauðan
stromphatt, skreyttan silfur-
stjörnum, og í síðum, bláum
kufli, þöktum gylltimx uglum.
Hann fölnaði þegar konungur-
inn sagði honum að hann vildi
fá tunglið handa litlu dóttur
sinni, og að hann ætlaðist til að
töframaður hirðarinnar út-
vegaði sér það.
„Ég hefi innt af hendi mörg
töfrabrögð þann tírna sem ég
hefi þjónað yðar hátign,“ sagði
Iiann. „Það vill svo vel til að ég
hefi lista yfir það allt saman í
vasanum. Við skulum nú sjá.
Ég hefi kreist blóð úr næpum
fjrrir yður og næpur úr blóði.
Ég hefi dregið kanínur upp úr
pxpuhöttum, og pípuhatta upp
úr kanínum. Ég hefi sært fram
blóm, bjölíubumbur og dúfur af
engu. Eg hefi fært yður óska-
kvist, töfrateppi, og kristalskúl-
ur, sem hægt er að sjá í fram-
tíðina. Ég hefi búið til handa
yður blöndu úr úlfabeinum og
arnartárum til þess að fæla
burtu nornir, drísildjöfla og
annað óf éti sem er á ferli á næt-
urnar. Eg hefi gefið yður sjö-
mílnaskó og hulinshjálm ...“
, ,Huiinshjálnxurinn er ónýtur,“
sagði konungurinn. „Ég var
alltaf að rekast á þegar ég var
með hann.“
„Hulinshjáimurinn átti að
gera yður ósýnilegan," sagði
töframaður hirðarinnar. „Hann
átti ekki að vama þess að þér
rækjust á.“ Hann leit aftur á
listann. „Ég hefi útvegað yður
horn úr álfheimum og gull úr
regnboganum. Einnig tvinna-
kefli, nálabréf og býflugnavax