Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 118

Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 118
116 tTRVAL safnaðan-nönnunum, sem höfðu aldrei séð hann fyrr. Biig'ham undraðist hæfileika hans til að vekja hrifningu. 1 næstum sex mánuði hafði hann verið hlekkjaður fangi, en nú gekk hann hér eins og konungur í tötrum og var hylltur í ákafa. Jósep spámaður var nú aftur hjá sínu fólki. IJeir voru tímarnir, að hann efaðist um sjálfan sig, en nú voru þeir liðnir. Guð hafði frelsað hann úr höndum óvinanna og aldrei fram- ar mundi hann efast um, að hann yrði eins voldugur og hann ætlaði sér. öryggi hans var svo mikið, að þeir urðu undrandi, sem litu í hin bláu augu hans. Hið fyrsta sem hann gerði var svo ofdirskufullt, að Brigham varð orðlaus. Jósep fór að skoða fenið. Hann stóð á hæð og horfði yfir þetta sótt- kveikju og pestarbæli, rétti út arm- inn og sagði: Eimitt hér vil ég byggja mikla og fagra borg. Við nefnum hana „Nauvoo“ — fagran stað.“ ,,Við förumst úr drepsóttum eða dettum í kviksyndið," sagði Brigham. Jósep brosti. Maður, sem hafði sloppið úr hlekkium og fangelsi, var ekki hræddur við fen. Auk þess naut hann þess, að' gera það, sem enginn annar mundi dirf- ast að hætta á. Hann laut niður og beriti á gullfagra mýrajurt. ,,Þeg- ár guð kýs slikan stað fyrir þess fegurð," sagði hann, ,,þá getum við reist hér borg. Eftir þrjú ár verður Nauvoo stærsta borgin í Illinois." Landið var keypt og harðfengnustu trúbræðurnir tóku að flytja þangað og byggja- Svo mikið var þrek þeirra og áhugi, að utankirkjumenn undr- uðust. y Pjölskyldur hundruðum saman hlóöu góssi sínu á vagna og fluttu til nýja staðarins; og áður en vika var liðin mátti heyra axar- og sagar- hljóð í skóginum í kring. Emma hafði komið vestur til að hjálpa eiginmanni sínum og þoldi nú ásamt Jósep allt harðræði landnáms- ins. Áður en varoi hafði mýrin verið framræst, svo að þangað var hægt að flytja tjöldin. Síðan risu húsin eitt af öðru og borgin tók að fæðast. Sumir keyptu Iand í Montrose fyrir handan fijótið, en aðrir fóru lengra vestur á bóginn. Alls staðar voru þúsundir manna önnum kafnar við starf sitt. Trúbræður í öðrum ríkjum tóku saman föggur sínar og héldu til hinn- ar nýju Zíonar, þegar þeir fréttu um hinar miklu framkvæmdir. Brigham hafði verið sá mikli Móses, sem leiddi þjóð sína út úr Egyptalandi, en Jósep var spámaðurinn og konungur- inn, sem stjórnaði verki þeirra. Allt gekk nú vel í tvo mánuði, en þá gaus mýrarkalda allt i einu upp i tjaldbúðunum. Fólk lá í hópuin í kofum og tjöldum á sandbökkum meðfram ánni. Jósep varð óttasleg- inn, þegar hann minntist kólerunnar frá herferðinni. Hann gat ekki feng- ið neinn lækni til þessa staöar. Eitt kvöld, þegar þau Emma voru ein í tjaldinu, huldi hann andlit sitt í örvæntingu. Emma hafði verið svo lengi á ver- gangi og þolað svo marga niðurlæg- ingu, að hún leit út eins og skorpin meykerling um fimmtugt. Tunga hennar var orðin hvöss og hugur hennar fullur af gremju. „Lagleg klípa, sem þú komst okk- ur í núna! Þú ganaðir með okkur til Missouri; þar vorum við ofsótt af föntum; og nú dregurðu okkur út í fen til að deyja.“ „Drottinn er fólki sínu reiður." „Ætli það séu ekki frekar mýflug- urnar og vatnsskolpið." „Þögn!“ sagði Jósep byrstur. ,,Ég skal gera mýrina að íegurstu borg í heimi." „Hún mun verða stærsti kirkju- garður í heiminum, nema þú læknir hina sjúku." Hann starði fram fyrir sig langa stund. ,,®g get það,“ sagði hann svo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.