Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 38
36
ÚRVAIi
— fyrirgefið, þetta hefir konan
mín skrifað mér til minnis.“
,,Það sem ég vil nú,“ sagði
konungurinn, „er að þér útvegið
mér tunglið. Leonóra prinsessa
vill fá tunglið, og þegar hún hef-
ir fengið það verður hún frísk
aftur.“
„Enginn getur náð í tunglið,"
sagði töframaður hirðarinnar.
„Það er 150.000 mílur í burtu,
og það er gert úr grænum osti,
og það er helmingi stærra en
höllin hérna.“
Kommgurinn varð aftur
vondur og sendi töframanniun
burtu. Því næst gerði hann boð
fyrir stærðfræðing hirðarinnar,
sköllóttan, nærsýnan mann með
munkahettu á höfðinu og blý-
ant bak við eyrað.
„Ég kæri mig ekkert um að
heyra langan lista um allt sem
þér hafið reiknað út fyrir mig
síðan 1907,“ sagði konungurinn
við hann. „Ég vil að þú reiknir
út strax, hvernig hægt er að ná
í tunglið handa Leonóru prin-
sessu."
„Vel á minnst, það sem ég hefi
reiknað út fyrir yður síðan
1907,“ sagði stærðfræðingur
hirðarinnar. „Það vill svo vel tii
að ég hefi lista yfir það í vasan-
um. Ég hefi reiknað út fyrir yð-
ur f jarlægðina á milli dags og
nætur, A og Ö. Ég hefi reiknað
út hve langt er Upp, og hve
langan tíma tekur að komast
Burtu. Ég hefi reiknað út lengd
sjóskrímslisins og flatarmál
nashymingsins. Og ég veit hve
marga fugla er hægt að veiða
með saltinu í sjónum — það eru
187.796.132, ef þér kærið yður
um að vita það.“
„Þeir eru ekki svo margir,“
sagði konungurinn. „Annars er
það tunglið sem ég vil fá núna.“
„Tunglið er 300.000 mílur í
burtu,“ sagði stærðfræðingur
hirðarinnar. „Það er kringlótt
og flatt eins og krónupeningur,
en það er gert úr asbesti og er
jafnstórt hálfu konungsríkinu.
Aulc þess er það límt á himin-
inn. Enginn getur náð í tungl-
ið.“
Konungurinn varð emi reið-
ur og sendi stærðfræðinginn
burtu, því næst hringdi hann á
hirðfíflið, sem kom í heljar-
stökkum inn í salinn með húf-
una sína og bjölluna, og settist
við fótskör hásætisins.
„Hvað get ég gert fyrir yðar
hátign?“
„Leonóra prinsessa vill fá
tunglið," sagði konungurinn
hryggur, „og hún verður ekki