Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 45
HAGFRÆÐIKENNÍNGAR DR. ALVTNS HANSEN
43
greiðsla hefir tilhneigingu til
að valda kreppu og atvinnu-
Ieysi.“
Það sem mestu máli skiptir,
segir Hansen, er að hlutfallið
milli þjóöarteknanna og vaxt-
anna af skuldunum sé viðráðan-
legt og ekki til ofmikilla
þyngsla. Eignalaus maður, sem
skuldar 100 dollara er í fjár-
hagskröggum; en ef hann á
5000 dollara í skuldabréfum eða
reiðu fé, er skuldin honum engin
byrði. Lántökur ríkissjóðs eiga
að vera tæki til þess að tryggja
atvinnu handa öllum og há-
marksframleiðslu, því að það
skapar grundvöll fyrir arðbær
og heilbrigð viðskipti.
Þannig geta ríkisskuldirnar
verið tæki fjármálastjórnar-
innar til að hafa áhrif á þjóðar-
tekjurnar. Það gæti verið hagn-
aður að því að taka að láni 5000
milljónir dollara, ef með því
mætti auka þjóðartekjumar um
20,000 milljónir. Við eigum að
vera ófeimin og óhrædd að nota
þetta tæki í þágu þjóðarinnar.
Þar eð þjóðartekjur Bandaríkj-
anna vaxa að jafnaði um 3% á
ári, er ríkissjóði óhætt að auka
skuldir sínar um allt að 3% á
ári, án þess að íþyngja þjóðinni
í nokkru. Hansen segir:
Innanlandsskuldir ríkissjóðs
þarf aidrei að greiða. Það þarf
aldrei að lækka þær, nema (1)
til að koma í veg fyrir verðbólgu
(með hækkun skatta til að skapa
tekjuafgang hjá ríkissjóði); (2)
til þess að leiðrétta of mikinn ó-
jöfnuð í dreifingu auðæfa og
tekna; eða (3) þegar skuldirn-
ar eru orðnar svo miklar, að
skattaálagning til að standa
straum af þeim veldur stjóm-
inni erfiðleikum i starfi sinu.
Einstakir lánveitendur, eigendur
rikisskuldabréfa fá auðvitað
skuldir sínar greiddar. En aðrir
koma alltaf í þeirra stað; ef ekki
einstaklingar, þá bankar.
Hann gerir greinarmun á
innanlandsskuldum og skuldum
við útlönd. Ef erlendar þjóðir
eiga skuldirnar verða þær byrði,
skattur, sem dregur til sín fram-
leiðslu landsins og rýrir þannig
kjör þjóðarinnar. En ef þegn-
arnir sjálfir eiga skuldimar, eru
það raunverulega alls ekki
skuldir, því að atvinnan, sem
lánsféð skapar, kemur þegnum
landsins til góða.
Hansen viðurkennir, að mikl-
ar ríkisskuldir, sem ekki er rétt
stjómað, hafi tilhneigingu til
að valda verðbólgu, en hann seg-
ir að Bandaríkin hafi ekkert að
óttast í þessu efni. Landi sem
býr yfir framleiðslugetu, er
6*