Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 115
BÖRN GUÐS
113
höfðingi inn í borgina og handtók
hina foringjana. Síðan ávarpaði hann
mannfjöldann á torginu.
„Hinlcel ofursti hefir ákveðið að
frelsa ykkur frá glötun," sagði hann.
„1 fyrsta lagi féllst hann á að fram-
selja foringja ykkar. í öðru lagi að
þið yrðuð afvopnaðir. í þriðja lagi að
þið látið eignir ykkar upp í stríðs-
kostnaðinn.“ Hann þagði og leit í
kringum sig.
„Ennfremur verö'ið þið að fara
burt úr ríkinu. Mér er sama hvort
ykkur líkar það betur eða ver. Ég
er hér til þess að sjá um að friðar-
skilmálarnir verði haldnir. Þið stofnið
12 manna nefnd til að undirbúa brott-
förina. Og þó að foringjar ykkar hafi
látið vopnin af höndum, er nauðsyn-
legt að rannsaka hvert hús.“ Hann
snéri sér að iiermönnunum.
„Leitið í hverju húsi.“
Allt í einu kváðu við óp og gól.
óþjóðalýður klæddur eins og villimenn
kom ríðandi i stórhópum inn í þorpið.
Og um leið hófst sannkallaður djöfla-
dans. óoir hestríðandi menn ráku
Mormónana á flótta i allar áttir.
Sumir flýðu heim til sín, aðrir að
heiman með börn í fanginu og það
litla af húsmunum, sem þeir gátu
haldið á.
Er nóttin féll á hófst rán og bar-
smíðar og nauðganir fyrir alvöru í
þorpinu.
1 Frelsisfangelsinu.
Parley Pratt var settur í fangelsi
í Richmond. Jósep, Sidney Rigdon og
Lyman Wiglit, ásamt Hyrum bróður
Jóseps og manni að nafni McRae, var
varpað í Prelsisfangelsio í Clay-fylki
þar, sem þeir áttu að bíða réttarhalda.
Jósep virtist þessi litla steinbygging
með tveimur örsmáum gluggum hátt
Uppi í þykkum veggnum fremur
líkjast gröf en fangelsi. Hann brosti
biturlega, þegar hann leit í kringum
sig og minntist nafns þessa húss.
Að fáum vikum liðnum var Rigdon
látinn laus. Eftir handtökuna hafði
hann oft verið óður og var orðinn
grindhoraður. Náðun hans var auð-
sýnilega til þess eins að hann dæi
ekki í fangelsinu.
Jósep trúði ennþá á það, að guð
munai ieysa þá alia; og þó að hann
missti máttinn dag frá degi vegna
óloftsins í fangelsinu, steingólfsins,
sem liann svaf á og hinnar óhreinu
fæðu, var hugur hans engu að síöur
bundinn við framtíð kirkjunnar.
Dularfullar sýnir liðu fyrir hug-
slcotssjónir hans. Honum fannst sem
miljónir ófæddra sálna biðu lausnar
inn í jarðneskt líf. Honum fannst
hræðilegt að hugsa til þess að til
væru barniausar konur, sem ættu
enga eiginmenn og aðrar, sem ekki
vildu eiga nenia eitt eða tvö börn fyr-
ir sjálfselsku sakir. Slík ófrjósemi
tafði straum lífsins og lagði hömlur
á vöxt kirkjunnar. Pílagrimsganga
andanna gegnum fæðingu og jarð-
neskt líf og gegnum dauða og upp-
iísu þarfnaðist örvunar, þarfnaöist
stærri fjölckyldna. Plann vissi, að í
söfnuðum kirkjunnar voru konur
margfalt fleiri en karlar. Var það
rétt, að þær ættu um enga aðra kosti
að velja en ófrjósemi og hórdóm?
Hann minntist Abrahams og annarra
forfeðra, sem átt höfðu margar kon-
ur og börn og fór að brjóta heilann
um það, hvort hann mundi ekki inn-
an skamms fá vitrun um þetta atriði.
Hann efaði ekki, að vitrun mundi
hann fá. Það var hlægilegt fjrrir
mann með slíkum lífsþrótti og heilsu
að eiga aðeins eina konu og örfá
börn, þar eð hunörað gætu borið nafn
hans . . .
„Lyman bróðir,“ sagði hann einn
daginn upp úr þurru, ,,við verðum
bráðum lausir.“
„Hvernig veiztu það ? “
„Guö kunngjörir sinn vilja.“
,,Eg vildi óska, að hann flýtti sér
til þess. Við eyðum hér tímanum.“
„Við erum áreiðanlega kirkjufeður,
sem orð er á gerandi," sagði McRae
og klóraði sér í skítnu skegginu.
Þetta rættist að viku liðinni, en