Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 41
MÖRG TUNGL
39
ieonóra prinsessa getur þá ekki
séð tungiið."
Konungurinn varð svo æva-
reiður að hann dansaði um gólf-
ið. „Flugeldamir myndu halda
vöku fyrir prinsessunni," sagði
hann, „og hún yrði veik aftur.“
Og hann sendi stærðfræðing
Mrðarinnar frá sér.
Þegar hann leit upp aftur, var
orðið dimmt úti og björt rönd
af tunglinu var að byrja að
gægjast upp undan sjóndeildar-
hringnum. Hann spratt upp í of-
boði og hringdi á hirðfíflið
„Leiktu eitthvað sorglegt fyrir
míg,“ sagði hann, „því þegar
prinsessan sér tunglið verður
Iiún veik aftur.“
Iiirðfíflið tók að leika á gígj-
una sína. „Hvað sögðu vitring-
arnir ?“
„Þeir geta ekki fundið neitt
ráð til þess að fela tunglið, án
þess að prinsessan verði veik,“
sagði konungurinn.
Hirðfíflið lék annað blítt lag
á gígjuna. „Ef vitringarnir geta
ekki falið tunglið, þá er ekki
iiægt að fela það,“ sagði hann.
„En hver gat fundið ráð
til þess að ná í tunglið? Það
var Leonóra prinsessa. Prins-
essan er því vitrari en vitring-
amir og veit meira um tunglið
en þeir. Ég ætla að spyrja
hana.“ Og áður en konungurinn
gat stöðvað hann, læddist hann
út úr hásætissalnum og upp
breiða marmarastigann til
svefnherbergis Leonóm prins-
essu.
Prinsessan var í rúminu, en
hún var glaðvakandi og var að
horfa út um gluggann á tunglið
sem skein á himninum. í lófa
hennar glóði á tunglið, sem
hirðfíflið hafði útvegað henni.
Plann var ákaflega raunamædd-
ur og það virtist vera tár í aug-
unum á honum.
„Segðu mér, Leonóra prins-
essa,“ sagði hann hryggur,
„hvernig getur tunglið skinið
á himninum þegar það hangir
í gullfesti um hálsinn á þér?“
Prinsessan leit á hann og hló.
„Það er auðskilið, kjáninn
þinn,“ sagði hún. „Þegar ég
missi tönn, vex önnur ný í stað-
inn. Og þegar garðyrkjumaður
hirðarinnar sker blóm í garð-
inum, vaxa önnur blóm í þeirra
stað.“
„Þetta hefði mér átt að detta
í hug,“ sagði hirðfíflið, „því að
það er eins um dagsljósið.“
„Og eins er það um timglið,"
sagði Leonóra prinsessa. „Ég
býst við að þannig sé um alla