Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 95
BÖRN GUÐS
93
•vcrður að fara aftur til Pennsylv-
aníu.“
„Nei,“ sagði Jósep rólega. „Herr-
ann mun vaka yfir mér.“
Þegar Jósep leitaði til skóganna til
jþess að hugsa, var hann eltur af
spæjurum. Hann sá oft menn á gægj-
um í kjarrinu, en hann gaf því lítinD
gaum. Hann var fullur af andagiit
opínberunarinnar og smám saman
varð lronum ljós uppistaðan i bók-
inni, sem hann átti að skrifa.
Laugardagskvöld nokkurt, er hann
hafði legið á bæn klukkustundum
saman fékk harm vitneskju um, að
hann mundi sjá nýja sýn. Þegar hann
hafði starað í sólina, þangað til hann
féll í leiðslu, sá hann engil koma.
Hann heyrði hhnneska rödd, sem
sagði, að hann yrði nú að þýða hina
gömlu ritningu, en fyrst yröi haim að
fá sér lærðan aðstoðarmann; mann,
sem hefði til að bera mikla þekkingu
og hugrekki.
Þcgai' Jósep hafði náð sér aftur og
var á leiðinni heim, fór hann að
ftugsa um, að það væri dálítið skrýtið,
að engillinn skyldi hafa hvatt hann til
&S gera einmitt það, sem hann var að
hugsa um, því að hann hafði einmitt
verið að brjóta heilann um það, hvort
hann ætti ekki að fú sér lærðra
manna aðstoð.
Hann bar upp erindi sitt við Oliver
Kcrwdery, ungan kennara í Pahnýra.
Oiiver var ekki aðeins skólagenginn,
heldur var hann líka tilíinningamað-
ur og draumóramaður — og Jósep
þurfti á draumóramöimum og skáld-
um að halda.
Þessir tveir ungu menn sátu undir
tré og ræddust við. „Guð Israels-
manna," sagði Jósep og kom strax
að efninu, „ætlar að láta boða nýtt
fagnaðarerindi og ég er spámaður
hans. Þú hefír verið valinn til að
hjálpa mér. Þú átt að yfirgefa fjöl-
skyldu og vini, ehis og gömlu spá-
mennimir gerðu, og fylgja mér.“
„En hvað á ég að gera?“ spurði
Oiiver undrandi.
„Ég hef verk að vinna. Engillinn
Moroni hefir skipað mér að þýða
fomsögu nýja heimsins og hið nýja
guðspjall endurlausnarinnar. Eg
þarfnast þín sem ritara, þegar guð
talar í gegnum mig.“
„Þú segir, aö drottinn hafi skipað
mér. Hvemig veiztu það?“
„Ég sá sýn í gær. Þú átt að rita,
þegar ég les fyrir. Bókin á að verða
ný biblía."
Oliver leit langt út í fjarskann
þangað, sem skýjaflókar liðu í hala-
rófu yfir himininn. „Ef ég hjálpa þér,
verð ég einnig ofsóttur."
„Já. En sannlega skulu laun hins
dygga verða mikil. Ætlar þú að hlýða
skipun guðs?“
„Ef það er skipun guðs, verð ég að
gera það.“ Oliver var orðinn dálítið
fölur. „A ég einnig að sjá töfiurnar?"
„Ef það er guðs vilji."
Eftir langa þögn spurði Oliver hinn
undarlega sessunaut sinn: „Þekkir
þú Martein Harris ? Hann lemur kon-
una sína, en hann er ríkur og gæti
orðið að liði við að prenta — bibl , . .
bibliuna."
„Já, mér datt hann í hug,“ sagðí
Jósep slóttugur. „Hann er hégóma-
gjarn maður. Hann mundi eyða mikl-
um peningum til þess að verða fræg-
ur.“ Jósep lagði höndina á herðar
Olivers. „Trúir þú á mig sem spá-
mann?“
„Ef guð talar við þig, hlýtur þú
að vera spámaður. Sg veit það, þeg-
ar ég heyri nýju biblíuna."
„Ég er ekki menntaður eins og þú.“
sagði Jósep. „Það, sem guð segir við
mig, mun ég segja við þig og þitt
hlutverk er að setja það á góða
ensku. Ég mun fara til Harmony í
Pennsylvaníu og þú verður að koma
fljótt á eftir, Oliver."
Afturkomu Jóseps til Harmony
var ekki tekið með vinsemd. Isak
gamli Hale hafði borið út galdra-
steins-söguna og áður en Jósep hafði
dvalið viku í nágrenninu komu tveir
ribbaldar til hans og ávörpuðu hann,
þar sem hann sat einn i skóginum.
„Þú ert ekkert beðinn að vera hér,”