Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 5
BRÁÐUK BANX
reglixþjónninn hlýddi á kurteis-
legar afsakanir hans og sagði:
„Ég sleppi þér í þetta sinn, en
ef þú heldur svona áfram, þá
verður þú ekki langiífur. Áfram
— en farðu rólega.“ Seinna
staðnæmdist önnur bifreið hjá
iögreglumanninum og bifreioar-
stjórinn spurði, hvort rauði
Hispanovagninn hefði verið
sektaður. „Nei,“ sagði Iögreglu-
þjónninn, „ég vildi ekki eyði-
leggja skemmtiferðina fyrir
þeim.“„Það fór illa, að þú skyldir
ekki gera það,“ sagði bifreiðar-
stjórinn. „Ég sá að þu stöðvaðir
hann — og svo fór ég framhjá
þessum sama vagni um 80 km.
héðan. Ég er ekki búinn að ná
mér ennþá. Vagninn var bögl-
aður saman eins og harmonika
— það var eiginlega ekkert eftir
nema liturinn. Þau voru öll dáin
nema eitt barnið — og því var
ekki hugað líf í sjúkrahúsinu."
Ef til vill yrði þér mikið rnn
slíka sjón líka. En ef þér er við
hjálpandi, þá myndir þu einnig
hafa gott af því að virða fyrir
þér myndina, sem listamaður-
inn dirfðist ekki að mála og
kynna þér rækilega afleiðingar
pf mikils ökuhraða. Þú átí ekki
kost á að aka sjúkrabifreið eða
horfa á lækni gera að meiðsl-
um hins slasaða í sjúkrahúsi,
en þú getur lesið.
Bifreiðin er viðsjálsgripur,
Iíkt og köttui’inn. Það er sorg-
lega erfitt að gera sér Ijóst, að
hún getur orðið hræðilegt vopn.
Áhugasömum ökumönnum þyk-
ir ekki mikið koma til 105 km.
hraða á klukkustund. En 105
km. á klukkustund jafngilda
30 m. á sekúndu, og það er
hraði, sem gerir of miklar kröf-
ur til hemla bifreiöarinnar og
og mannlegs viðbragðsflýtis, og
getur á augabragði breytzt úr
auðsveipu og þægilegu ökutæki
í tryllt villidýr. Árekstur, velta
eða hliðarsveifla — hver slys-
tegund orsakar annaðhvort
snögga stöðvun eða stefnu-
breytingu, og þar sem ökumað-
urinn eða farþeginn — þ. e. þú
— heldur áfrarn í sömu stefnu
og áður með sama hraða, þá
verður sérhver flötur og horn
í innviðum vagnsins þegar í
stað að vopni, sem rotar eða
lemstrar og stefnir beint á þig
— óumflýjanlega. Það er
ómögulegt að verjast þessum
höfuðlögmálum hraðans.
Það er svipað og fara niður
Niagarafossana í gaddatunnu.
Ákjósanlegast er — og það er
sjaldgæft — að kastast út um