Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 124
122
TJRVAL
xnæti fjölkvæmisins, aS hann fór á
fund Söru Pratt, hinnar fögru og
skapstóru konu Orsons Pratt, sem nú
var í Jerúsalem.
„Sara systir, hvernig líður þér í
dag?‘*
„Alveg ágætlega, Jósep bróðir.
Hvernig líður þér?“
„Ég held þú hljótir að vera ein-
mana meðan bóndi þinn er í burtu.“
„Jú, satt er það. En meðan hann er
i þjónustu drottins er ég ánægð."
„Ég hef verið að hugsa um þig,"
sagði hann.
„Þú ert einhver ágætasta konan
meðal trúsystranna."
„Það er fallegt af þér að segja það,
Jósep bróðir."
„Sara systir, í öðnim heimi öðlast
fólk mismunandi vegsemd. Til þess
að kona geti erft himneska dýrð
verður hún að vera gift manni sem
hefir öðlast hana.
„Já,“ sagði hún og braut heilann
um, hverju hann væri að fitja upp
á.
„Þetta þýðir það, að konur, sem
giftast mér, njóta himneskrar dýrð-
ar.“
„Jósep bróðir, hvað í ósköpunum
ertu að tala um?“
„Himneskt hjónaband. Við trúsyst-
kinin verðum að giftast fyrir tima og
eilífð engu síður en fyrir þetta líf.
Kona getur eklú orðið ofar eigin-
manni sínum. Ef þú værir gift
mér ..."
„En þú átt konu og ég á mann,“
skaut hún inn í.
„Ég veit það, systir. En guð hefir
kunngjört, að ég eigi að eiga margar
konur — í öðrum heimi," bætti hann
við í flýti. „Sg vil, að þú verðir ein
af hinum himnesku eiginkonum mín-
um eftir þetta líf.“
„Ertu genginn af vitinu, Jósep
bróðir?"
„Nei, Sara.“ Hann brosti þolinmóðu
brosi.
„Hugsaðu um hina miklu dýrð, ef
þú yrðir konan min. Þú getur ekki
sleppt —.“
„Þvættingur!" hrópaði hún reið.
„Ef ég þarf að verða syndug kona,
þá langar mig ekki í neina dýrð.“
„Þú ert óskynsöm, systir. Þú ættir
að hugsa þig betur um.“
„Þó að ég hugsaði mig um til
dómsdags, mundi ég samt segja nei.“
„Þú hugsar þig um,“ sagði hann
blíðlega og fór.
Hann kom aftur og aftur til að
tala um fyrir henni. Loks hafði hann
í hótunum við hana; við það varð
hún bálreið og skipaði honum á dyr.
„Ég er leið á þessu kjaftæði um
himneska dýrð! Ég ætla ekkert að
hafa mök við þig! Farðu burt og
komdu ekki inn fyrir dyr hjá mér
aftur! Þú sendir manninn minn til
Jerúsalem og læðist svo um og reyn-
ir að tæla mig.“
Jósep stóð á fætur og starði á
hana fölur af reiði. „Sara, þú ert
mjög óskynsöm. Ég kæri mig ekki
um neinar samfarir við þig. Ég vildi
aðeins, að við værum vígð.“
„Hvað áttu við með því?“
„1 okkar kirkjuskipun getur mað-
ur kvænst fyrir annað líf, þó að kon-
an sé gift öðrum manni í þessu lífL
„Ö,“ sagði hún orðlaus af undrun.
„Eg býst við, að þú ætlir að láta
vígja þig með öllum konum í Nauvoo,
svo að þú getir átt nokkur þúsund í
öðru lífi.“
„Nei, ekki þúsund, systir — en
mjög margar. Ef þú giftist mér fyrir
annað líf, verður dýrð þín —.“ „Æ,
hættu þessu dýrðarhjali! Farðu burt
úr húsinu!"
Jósep var hryggur yfir þrákelkni
hennar og gekk burt. Honum fannst
mjög heimskulegt af henni að drepa
hendi við þeirri vegsemd, sem hann
bauð henni með vígslunni.
Hvað skyldi fólk halda?
Jósep hafði aldrei efast um trú-
mennsku Brigham Yoimgs. En sá
síðarnefndi brást undarlega við, þeg-
ar hann kom heim og Jósep sagði
honum frá kenningunni um himneska