Úrval - 01.02.1946, Page 124

Úrval - 01.02.1946, Page 124
122 TJRVAL xnæti fjölkvæmisins, aS hann fór á fund Söru Pratt, hinnar fögru og skapstóru konu Orsons Pratt, sem nú var í Jerúsalem. „Sara systir, hvernig líður þér í dag?‘* „Alveg ágætlega, Jósep bróðir. Hvernig líður þér?“ „Ég held þú hljótir að vera ein- mana meðan bóndi þinn er í burtu.“ „Jú, satt er það. En meðan hann er i þjónustu drottins er ég ánægð." „Ég hef verið að hugsa um þig," sagði hann. „Þú ert einhver ágætasta konan meðal trúsystranna." „Það er fallegt af þér að segja það, Jósep bróðir." „Sara systir, í öðnim heimi öðlast fólk mismunandi vegsemd. Til þess að kona geti erft himneska dýrð verður hún að vera gift manni sem hefir öðlast hana. „Já,“ sagði hún og braut heilann um, hverju hann væri að fitja upp á. „Þetta þýðir það, að konur, sem giftast mér, njóta himneskrar dýrð- ar.“ „Jósep bróðir, hvað í ósköpunum ertu að tala um?“ „Himneskt hjónaband. Við trúsyst- kinin verðum að giftast fyrir tima og eilífð engu síður en fyrir þetta líf. Kona getur eklú orðið ofar eigin- manni sínum. Ef þú værir gift mér ..." „En þú átt konu og ég á mann,“ skaut hún inn í. „Ég veit það, systir. En guð hefir kunngjört, að ég eigi að eiga margar konur — í öðrum heimi," bætti hann við í flýti. „Sg vil, að þú verðir ein af hinum himnesku eiginkonum mín- um eftir þetta líf.“ „Ertu genginn af vitinu, Jósep bróðir?" „Nei, Sara.“ Hann brosti þolinmóðu brosi. „Hugsaðu um hina miklu dýrð, ef þú yrðir konan min. Þú getur ekki sleppt —.“ „Þvættingur!" hrópaði hún reið. „Ef ég þarf að verða syndug kona, þá langar mig ekki í neina dýrð.“ „Þú ert óskynsöm, systir. Þú ættir að hugsa þig betur um.“ „Þó að ég hugsaði mig um til dómsdags, mundi ég samt segja nei.“ „Þú hugsar þig um,“ sagði hann blíðlega og fór. Hann kom aftur og aftur til að tala um fyrir henni. Loks hafði hann í hótunum við hana; við það varð hún bálreið og skipaði honum á dyr. „Ég er leið á þessu kjaftæði um himneska dýrð! Ég ætla ekkert að hafa mök við þig! Farðu burt og komdu ekki inn fyrir dyr hjá mér aftur! Þú sendir manninn minn til Jerúsalem og læðist svo um og reyn- ir að tæla mig.“ Jósep stóð á fætur og starði á hana fölur af reiði. „Sara, þú ert mjög óskynsöm. Ég kæri mig ekki um neinar samfarir við þig. Ég vildi aðeins, að við værum vígð.“ „Hvað áttu við með því?“ „1 okkar kirkjuskipun getur mað- ur kvænst fyrir annað líf, þó að kon- an sé gift öðrum manni í þessu lífL „Ö,“ sagði hún orðlaus af undrun. „Eg býst við, að þú ætlir að láta vígja þig með öllum konum í Nauvoo, svo að þú getir átt nokkur þúsund í öðru lífi.“ „Nei, ekki þúsund, systir — en mjög margar. Ef þú giftist mér fyrir annað líf, verður dýrð þín —.“ „Æ, hættu þessu dýrðarhjali! Farðu burt úr húsinu!" Jósep var hryggur yfir þrákelkni hennar og gekk burt. Honum fannst mjög heimskulegt af henni að drepa hendi við þeirri vegsemd, sem hann bauð henni með vígslunni. Hvað skyldi fólk halda? Jósep hafði aldrei efast um trú- mennsku Brigham Yoimgs. En sá síðarnefndi brást undarlega við, þeg- ar hann kom heim og Jósep sagði honum frá kenningunni um himneska
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.