Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 2
UM EFNI OG HÖFUNDA. Framh af 8. kápusíðu.
af minni hávaða en áður . . . og nú neyðumst vér til að taka
orðið af Thurber, og snúa oss að alvariegri málefnum . . . Síðan
greinin „Hagfræðikenningar dr. Alvins Hansen“
Hagfræði Og (bls. 40) var skrifuð eru nú liðnir fimm mánuðir og
stjórnmál. hefir margt skeð á þeim tíma. Iðnaðarframleiðsla
Bandaríkjanna hefir óðum verið að breytast úr
styrjaldarframleiðslu í friðartímaframleiðslu. En þetta hefir ekki
skeð árekstralaust. Hörð átök hafa átt sér stað milli atvinnurekenda
og verkamanna og verkföll verið tíð og standa sum þeirra enn yfir,
þegar þetta er ritað. Afskipta Trumans forseta af þessum deilum
hefir að því er virðist ekki gætt mikið, og er svo að sjá sem
áhrifavald hans sé ekki mikið í þessu efni. Mjög víðtæk manna-
skipti hafa farið fram í stjórn og ríkisstofnunum í Washington siðan
Roosevelt féll frá. Ráðherrar eru allir nýir nema einn, svo og
flestir yfirmenn hinna ýmsu stjómardeilda. Það sem einkennir þessi
mannaskipti er, að horfnir eru af sjónarsviðinu nálega allir þeir,
sem mest komu við sögu í viðreisnarmálum (New Deal) Roosevelts
forseta. Síðast kom afsögn Ickes innanríkisráðherra, vegna ágrein-
ings við Truman og mun hún boða ósigur „New Deal“-stefnu Roose-
velts innan Demókrataflokksins. Dr. Alvin Hansen, sem var mjög
handgenginn Roosevelt, sést nú orðið sjaldnar á hærri stöðum í
Washington, og mun áhrifa hans gæta þar lítið nú orðið.
Yfirleitt virðist þrótmin stefna í þá átt, að afskipti ríkisvaldsins
af atvinnumálum þjóðarinnar minnki. „Back to normalcy" (aftur til
normal tíma) er krafa sem mjög oft heyrist í Bandaríkjunum um
þessar mimdir, einkum meðal atvinnurekenda, og mun þá frekar
átt við tímann áður en Roosevelt kom til valda, en árin fyrir stríðið.
Allt bendir til, að Truman ætli að fylgja fram þessari kröfu, og
mun þá verða bið á því, að kenningar Dr. Hansen fái að sanna
gildi sitt í framkvæmd i Bandaríkjunum..........Versti þrándur í
götu áburðarverksmiðju hér á landi er sá, hve slík
Áburðar- verksmiðja þarf að vera stór til þess að geta verið
verksmiðja. samkeppnisfær. 1 greininni „Nýjung i framleiðslu
gerfiáburðar" (bls. 79) er skýrt frá nýrri aðferð við
vinnslu áburðar, sem virðist fela í sér lausnina á þessu vandamáli.
Hún krefst ekki stórrar verksmiðju eins og eldri aðferðir, og fram-
leiðslukostnaðurinn er minni. Það væri mikið gleðiefni fyrir íslenzka
bændur, ef þessi nýjung reynist framkvæmanleg hér á landi.