Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 99
BÖRN GUÐS
97
„Hvað?“ spurði Billi.
„Nýja biblían! Hér er hún i fínasta
alskinnbandi. Hvað ætlarðu að kaupa
mai'gur ?“
„Farðu með hana,“ sagði Billi.
„Þú hefir alltaf verið slæmur mað-
ur, Billi. Sjá, ég segi þér —.“
„Marteinn, farðu burt frá mér. Ég
vil ekki sjá þessa nýju biblíu. Sú
gamla er alveg nógu góð.“
„Billi Jessup, þú verður kvalinn í
helvíti og brennisteini, ef þú kaupir
ekki bóldna. Hún kostar hálfan
þriðja dollar . . ."
„Xfárðu til helvítis," öskraði Billi.
„Og taktu þessa fjandafælu úr minni
augsýn."
Marteinn andvarpaði og fór inn í
borgina.
Hann sá, hvar hópur hafði safnast
saman á götuhomi og datt í hug,
hvort ekki væri ráð að reyna ræðu-
mannshæfileikana. Hann prilaði upp
á vagn. Menn tóku að gapa af undr-
un yfir því, sem hann sagði, þó ekki
væri mælskunni fyrir að fara.
„Sannlega segi ég yður, stjóm
Bandaríkjanna mun líða undir lok
og hin nýja trú Jóa Smiths mun
stjórna heiminum. Það er staðreynd.
Og ég skal segja ykkur nokkuð
annað. Jói Smith á ógifta systur. Er
ekki svo? Hún gengur með bami,
eins og þið vitið. En það er dálitið,
sem þið vitið ekki um. Faðir barns-
ins er guð í himninum. Sannlega, og
finnst ykkur það undarlegt? Nei, í
þessari nýju bók er sagt, hvemig á
því stendur. Hún kostar hálfan
þriðja dollar ..."
Olíver Kowdery stóð í miðjum
hópnum og honum féll allur ketill í
eld. Hann fór til Jóseps og sagði:
„Marteinn Harris er fífl. Hann gerir
þér mikinn óskunda. Hann er að
segja fólki að systir þín sé þunguð
af heilögum anda.“
„Hvað segirðu!" hrópaði Jósep. „Er
það þetta sem aulinn er að þvæla
um?“
„Það og margt fleira. Hann spáir
falli stjómarinnar."
„ó, Oliver, þessi fáviti. Ég verð
að spyrja guð, hvað eigi að gera við
hann. Hann kemur mér bara í vand-
ræði."
„Það er fleira um að vera," sagði
Oliver.
„Hy Page yfir í Fayette segist fá
opinberanir."
„Hann er svikari," sagði Jósep.
„Já, auðvitað. Samt hefir hann
stein og glápir í hann. Svo segist
hann ætla að þýða bók. Jósep,"
sagði hann alvarlega. „Það virðast
aUs staðar ætla að rísa upp falsspá-
menn. Ef fjöldinn allur af lærisvein-
um þínum fer að sjá sýnir — eða
látast sjá þær — tekur engixm mark
á þér innan skamms."
Þegar Jósep sá hættuna, sem hon-
um stafaði af falsspámönnimum,
kallaði hann nokkra af áhangendum
sínum til Withmers-hússins. Hann
spurði þessa menn, hvort þeir vildu
fallast á, að hann yrði æðsti maður
stofnunarinnar og Oliver annar í
röðinni. Og þegar þeir höfðu goldið
við því jákvæði sínu, vígðu þeir OU-
ver hvor ar.nan með oblátum og víni.
„I dag,“ tilkynnti Jósep og horfði
í kringum sig, „stofnum við Krists-
kirkjuhinnaheilögu nýtrúbræðra. Það
er rangt að segja að ekki séu til helg-
ir menn nú á dögum. Þeir eru til
engu síður en fyrr á öldum. „Vill
nokkur gera fyrirspum?"
„Erum við þá allir helgir, sem
heyrumtil þessu kirkjufélagi?“spurði
Hyium bróðir hans.
„Eins lengi og við höldum boðorð
drottins." Hyrum kingdi með erfiðis-
muimra og sagði: „Er ég þá heilagur
maður núna?"
„Já, það ertu."
„Að einu geðjast mér ekki," sagði
Oliver og talaði með dirfsku þess,
sem er næst æðstur í tigninni. „A
titilblaði biblíunnar okkar segir að
Jósep Smith sé höfundurinn. Mér
finnst að guð sé höfundurinn."
„Þú hefir á réttu að standa, OU-
ver," sagði Jósep og hleypti brúmnn.
„Eg fel þér að leiðrétta þetta i næstu