Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 30
28
tíRVAL
fararstjórinn og aðstoðarmaður
hans. Mér létti við að sjá, að
vagninn var að öðru leyti tóm-
ur.
Þegarvið ókum eftir strætun-
um, og ég sat á milli þessara
tveggja erindreka dauðans, kom
mé allt í einu í hug, að ég hafði
ekki minnstu hugmynd um,
hver hinn látni væri, og vissi
ekkert um hann. Ég spurði jarð-
arfararstjórann um þetta.
„Nú,“ sagði hann, „ég hefði
víst átt að taka það fram, að
það eru tvö lík — en ein jarðar-
för nægir fyrir þau bæði. Sjáið
þér til, við erum á leiðinni út að
geðveikrahæli ríkisins. Tveir
sjúklingar eru dánir, og stofn-
uninni ber, lögum samkvæmt, að
sjá þeim fyrir kristilegri greftr-
un, ef einhver ættingi óskar
þess. Mér hefir verið falið að
annast þetta. Ég get ekki sagt
yður neitt um hina látnu annað
en það, að það eru tvær gamlar
konur.“ Ég fór að óska þess með
sjálfum mér, að prestarnir
hefðu tekið sér frí til skiptis.
Þegar við komum til geð-
veikrahælisins, var farið með
mig gegnmn kvennadeildina,
þar sem ég varð að ganga milli
raða af járnrimlaklefum hinna
geðveiku. Þær þögnuðu fyrst við
komu mína, en hrópuðu síðan
ókvæðisorð á eftir mér. Leið-
sögumaður minn gleymdi að
flýta sér, svo mikinn áhuga
hafði hann á því að ég sæi sem
mest. Því næst leiddi hann mig
niður stiga til líkhússins, en það
var kvítkalkaður kjallari.
Tvær gamaldags líkkistur úr
furu, stóðu hlið við hlið á
„búknum.“ Þó að þær væru
óvandaðar, settu þær samt svip
á herbergið og fylltu það leynd-
ardómi dauðans. Kistumar voru
opnar, og ég færði mig nær og
starði töfraður á ásjónur hinna
gömlu kvenna. Þær voru ein-
kennilega líkar; hvortveggja
hafði innfallinn, tannlausan
munn, sem olli því, að nefbrodd-
arnir oghakan sveigðisthvort að
öðru, eins og tíðkast á rnyndum
af galdranomum. Það hafði
ekki verið gerð nein tilraun til
að fegra þær eða smyrja. Ég
vissi nú, af hverju jarðarfarar-
stjórinn hafði verið að tala ura,
að heitt væri í veðri.
Hann tók venjulegan eldhús-
stól, eina húsgagnið sem var í
herberginu, settist á hann og
hallaði sér upp að veggnum. Svo
tók hann vindil upp úr einum
vasa sínmn og dagblað úr öðr-
um og sagði: