Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 127
BÖRN GUÐS
125
„Gerðu þér ljóst, að ég verð myrt-
ur," sagði Jóaep óþolinmóðlega. „Þú
verður að lifa til þess að vera eftir-
maður minn.“
,,Mér þylcir það leitt," sagði Hyrum
aftur, ,,en ef þú átt að deyja, þá
deyjum við saman."
Jósepdró upp toréfið frá Ford lands-
stjóra og sýndi nokkrum kirkjuleið-
togum, sem voru viðstaddir. „Lands-
stjórinn leggur við drengskap sinn
og heiður Illinois að hann skuli veita
mér vernd, ef ég vilji fara til Kar-
þagó og mæta fyrir rétti. — En
þetta eru svik,“ bætti hann við bitur-
3ega.
„Ef Brigham væri hér, mundi hann
segja þér að fara vestur," sagði ein-
hver úr hópnum. „Það er þín eina
von.“
Jósep hikaði. „Þá það',“ sagði hann.
„£g æt!a að fara. Söðliö hestana
strax."
Hann gekk til herbergja Emmu.
„fig fer vestur i dag.“
,,Það lcemur mér ekki á óvart. :Ég
vissi alltaf að þú mundir hlaupast
fourt og lofa þeim að myrða mig.“
„Þig mun ekki saka. Skríllinn vill að-
■eins ná í okkur Hyrum. Ef við för-
um ..."
„Þú ert raggeit," sagði Emma með
fyrirlitningu.
„Þú ert ósanngjörn. £g vildi berj-
ast, en aðrir óska þess að ég íari.“
Þegar niðdimmt var orðið, stigu
þeir Jósep og Hyrum á hesta sina
og stefndu til Klettafjalla ásamt
Porter Rockwell sem leiðsögumanni.
Þeir ferðuðust alla nóttina, en um
morguninn sáu þeir, hvar maður kom
ríðandi á eftir þeim. Porter sneri sér
við og miðaði rifflinum, en Jósep hróp-
aði: „Skjóttu ekki! Það er Reynolds
Cahoon."
Cahoon lcom á harða stökki. Ilann
hafði farið mjög geyst á eftir þeim
og var rauðeygður og þreyttur.
,,&g er með skilaboð," sagði hann
og fór að róta í töskunni. „Þau vilja,
að þú komir aftur.“
„Þau hver ?“
„Trúsystkinin. Hér er bréf frá
Emmu systir." Jósep opnaði það og
mennimir horfðu á hann lesa. „Hún
vill að ég komi til réttarhaldanna."
„Skeyttu því engu,“ sagði Porter.
,,Þú mátt til,“ sagði Cahoon.
„Landsstjórinn hefir lofað að vemda
þig. Trúsystkinin segja öll, að þú
hafir stolist burtu og slciUð þau eftir
foringjalaus.
Þau mundu alltaf kalla þig rag-
geit, ef þú kæmir ekki núna.“
„Raggeit!" sagði Jósep beiskiega.
„Jæja, ef vinum mínum er sama um
líf mitt, þá er már það einskis virði.
Snúum við.“
Á hinni löngu reisu til haka mælti
Jósep ekki orð frá vörum. Þeir riðu
hljóðir inn í þögla borgina. Siðan
sagði Jósep við förunauta sína:
„Ég ætla að senda landsstjóranuni
skilaboð að ég verði í Karþagó á
morgun. Ég ætla að biðja hann um
lífvörð. Ég ætla að biðja hann um
heiðarleg réttarhöld, en ég mun ekki
fá þau. Ég er dæmdur maður. Hvern
annan krefst landsstjórinn að fá
framseldan."
„Hann vill fá Hyrum, John Taylor
og Willard Richards."
„Við munum leggja af stað í fyrra-
málið."
Snemma morguninn eftir riðu þess-
ir fjórir menn út úr hinni fogru Nau-
voo.
Jósep sneri hesti sínum við og
horfði á borgina glitrandi í morgim-
sólinni. Fáir voru komnir á fætur.
Trúbræðurnir vissu ekki, að spá-
maður þeirra var á leiðinni til borg-
ar, sem var full af óvinum hans.
Reykur liðaðist upp úr nokkrum
reykháfum, en mestöll borgin var 5
svefni.
„Eg sé hana aldrei framar,“ sagði
Jósep.
Fjórar mílur frá Karþagó komu
60 hermenn á móti þeim, og þegar
Jósep sá þá, rétti liann sig í hnakkn-
um.