Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 116

Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 116
114 ÚRVAL ekki á þann hátt, sem Jósep hafði ætlað. Mennirnir voru færðir úr fangelsinu og þeim sagt, að þeir ættu að flytjast til Richmond til yfir- heyrslu. Þetta var snemma i apríl. í>eir höfðu legið á steingólfi allan veturinn. Hár þeirra og skegg var fulit af lús; fötin hengu utan á þeim 1 fúlum dulum, og þeir voru grindhor- aðir. Samt sem áður horfði Jósep í kringum sig á fegurð jarðarinnar, á fuglana og blómin og tæra lækina. Hann varð svo hamingjusamur, að hann fór að syngja. Eftir yfirheyrslurnar í Richmond, lögðu þeir af stað til stjórnarseturs- ins í Booe-fylki ásamt lögreglustjóra þremur varðmönnum. Lyman á kvað að forðast réttarhöldin: hann skyldi anr.að hvort komast undan á flótta eða verða skotinn. Lögreglustjórinn og menn hans höfðu nokkrar flöskur af viský með- ferðis og sungu og drukku á leiðinni yfir hæðimar. Einn varðmannanna, maður að nafni John Hogarth virtist mjög vin- gjamlegur útlits. Meðan þeir lágu í tjöldunum um hádegi, brá Hogarth Lyman á eintal. „Hvers vegna reynið þið félagar ekki að flýja ?“ spurði hann. „Hvernig?" spurði Lyman tor- trygginn. „1 nótt verðum við allir orðnir eins og dmkknar mýs.“ „Þú vilt, að við tökum til fótanna, svo að þú hafir afsökun að skjóta okkur.“ „Nei, það veit guð. Ég held þið hafið fengið næga refsingu." „Kannski ertu annar bölvaður Jú- dasinn eins og Hinkel." „Eg veit ekki um neinn Hinkel. Gerið sem ykkur líkar. Ég var ekki að segja annað en það, sem ég mundi gera i ykkar sporum.“ John Hogarth var enginn Júdas. Um kvöldið hvatti hann lögreglu- stjórann og hina verðina til að drekka fast. Hann sagði föngunum að drekka lika og láta eins og ölóðir væm. Aformið heppnaðist og lög- reglustjórinn og verðimir sofnuðu í ölæði. „Nú er tækifærið," hvislaði Hog- arth. „Getum við tekið af þeim byssurn- ar ?“ „Áreiðanlega. Þið munið þurfa á þeim að halda.“ Þegar fangarnir vom konmir á bak, vopnaðir, sneri Hogarth rauð- leitu andlitinu að þeim. „Góða ferð. Kannski við sjáumst seinna.“ Jósep beygði sig niður og þrýsti hönd hans. „Guð mun blessa þig,“ sagði hann. „Ekki veit ég það. Mér fannst bara, að þið væruð búnir að líða nóg.“ „Af stað,“ sagði Jósep og menn- irnir riðu út í myrkrið. Fenið. Daginn, sem Jósep og félagar hans voru fangelsaðir, var Brigham Young á laun í Far West. Næstu vikur á eftir lék hann hvað eftir annað á óvini sína. Hann ferðaðist í kyrrþey um hjarnbreiðumar, ávítaði trúvillinga, fræddi og taldi hug í þá, sem höfðu verið staðfastir í trúnni og bjó í haginn fyrir brottflutningi til annars lands. Dugnaður hans og úr- ræðasemi var hið eina, sem bjargaði kirkjunni frá hruni. Trúbræðurnir voru á tvist og bast í felum, sumir í grenjum og kjarri, aðrir í tjöldum langt úti í óbyggðinni. Brigham reið um hina miklu flatneskju kringum Far West dag eftir dag, til þess að leita uppi fióttamenn og skipa þeim að útvega vagna, sem nothæfir væm til farar- innar. „Verið glöð!“ sagði hann hvar sem hann kom. „Fjandakornið, við erum ekki af baki dottinn. Undirbúið förina til Illinois.“ Brigham var helzti postulinn núna; þar sem Jósep sat í fangelsinu og Rigdon var geð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.