Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 40
33
ÚRVAL.
Hirðfíflið fór til liirðguli-
smiðsins og bað hann að búa til
lítið kringlótt gulltungl, örlítið
minna en þumalfingursnögl
Leonóru prinsessu. Því næst lét
hann festa það á gullfesti, svo
að prinsessan gæti borið það um
hálsinn.
„Hvað er þetta sem ég hefi
búið til?“ spurði hirðgullsmið-
urinn.
„Þú hefir búið til tunglið,“
sagði hirðfíflið. „Þetta er tungl-
ið.“
„En tunglið er 500.000 mílur
í burtu,“ sagði hirðgullsmiður-
inn,“ og það er gert úr látúni og
það er hnöttótt eins og mann-
arakúla.“
„Það er nú þitt álit,“ sagði
hirðfíflið og fór buitu með
tunglið.
Hirðfíflið fór með tunglið til
prinsessunnar, og hún varð him-
inlifandi. Daginn eftir var hún
orðin frísk og gat farið út í
garðinn til að leika sér.
En konungurinn vissi að
tunglið mundi skína á himnin-
um aftur um kvöldið, og ef
prinsessan sæi það mundi hún
vita að tunglið sem hún bar um
hálsinn væri ekki alvörutungl.
Hann sagði því við hirðstjór-
ann: „Við verðum að koma í veg
fyrir að prinsessan sjái tungl-
ið í kvöld. Finndu eitthvert ráð
til þess.“
Hirðstjórinn klappaði á ennið
á sér rneð fingurgómunum. „Við
getum útbúið dökk gleraugu
handa prinsessunni."
Þessu reiddist konungurinn.
„Ef hún setur upp dökk gler-
augu, verður hún alltaf að reka
sig á,“ sagði hann, „og þá verð-
ur hún aftur veik.“ Hann sendi
því eftir töframanni hirðarinn-
ar, sem stóð fyrst á höndunum,
síðan á höfðinu og loks á fótun-
um.
„Ég veit hvað gera skal,“
sagði hann. „Við getum strengt
svört flauelstjöld á staura yfir
allan hallargarðinn.“
Konungurinn varð svo reiður
að hann baðaði út höndunum.
„Svört tjöld myndu útiloka allt
hreina loftið,“ sagði hann, „og
þá yrði Leonóra prinsessa veik
aftur.“ Hann sendi eftir stærð-
fræðing hirðarinnar.
Stærðfræðingurinn gekk í
hring, og síðan gekk hann í fer-
hyrning, og svo nam hann stað-
ar. „Bg hefi fundið ráðið,“ sagði
hann. „Við getum skotið flug-
eldum í garðinum á hverju
kvöldi, við það verður himinn-
inn eins bjartur og um dag og