Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 7
BRÁÐUR BANI
5
þess að beygjum á vegum verði
um kennt. Beinn vegarkafli,
með þrískiptum akbrautum, er
oft og einatt nýtízku dauða-
gildra — eins og hinn alræmdi
Astorkafli á Albanyþjóðvegin-
um, þar sem 27 manns biðu
bana á einum mánuði. Þó að
ökumaðurinn sé að öðru leyti
gætinn, getur hann orðið grip-
inn löngun til að „fara fram úr,“
þegar hann kemur að þessum
breiða og beina vegi. í sama
bili sveigir bifreið, sem kemur
á móti, inn á akbrautina. Báðir
ökumennirnir reyna á síðasta
augnabliki að beygja inn í
vagnaröðina, en þar er ekkert
op. Um leið og vagnarnir í röð-
inni neyðast til að aka út í
skurði eða á girðingar, æða hin-
ir tveir hvor ámótiöðrum, lenda
sarnan og þeytast með braki og
brestum á hina vagnana. —
Lögregluþjónn nokkur lýsti
slíkum atburði — fimm bifreið-
ar í einni bendu, sjö menn dauð-
ir, tveir létuzt á leiðinni til
sjúkrahússins og aðrir tveir
síðar. Hann minntist þess ljós-
legar en hann kærði sig um —
hve skyndilega læknirinn sneri
sér frá dauðum manni til þess
að athuga konu, sem hafði háls-
brotnað; þrjú lik úr einni bif-
reiðinni voru svo ötuð í olíu, að
þau voru eins og blautir vindlar
og minntu ekkert á mannlegar
verur; maður hringsólaði um
slysstaðinn og talaði við
sjálfan sig, óminnugur hinna
dauðu og deyjandi, hann tók
jafnvel ekki eftir stálfleini, sem
stóð út úr blæðandi úlnlið hans;
lagleg stúlka, með svöðusár á
enni, reyndi árangurslaust að
skríða upp úr skurði, enda þótt
hún væri mjaðmarbrotin.
Á slíkum slysum er aðeins
stigmunur og fjöldi hinna
dauðu og lemstruðu mismun-
andi — en sjö lík eru ekki dauð-
ari en eitt. Sérhver karlmaður,
kona og barn, sem fyllti hóp
hinna 36 þúsunda líka frá síð-
ast liðnu ári, varð að deyja
persónulegum dauða.
Bifreið, sem veltur ofan
brekku, og hnoðar og skaddar
farþegana á leiðinni, getur vaf-
ist svo utanum tré, að varslárn-
ar að framan og aftan krækist
saman. í nýlegu slysi af þessu
tagi, fannst gömul kona, sem
setið hafði í aftursætinu, liggj-
andi í kjöltu dóttur sinnar í
framsæti. Þær voru svo ataðar
beggja blóði og svo skaddaðar,
að jafnvel við líkskoðun var
ekki unnt að ákveða, hvort þær