Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 108

Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 108
106 ÚRVAL hann. ,,Það er gamla sagan með þessi bölvuð trúarbrögð.“ Seinna las hann hana aftur og aft- ur; og loks ákvað hann að fara með Herber Kimball, vini sínum, til að athuga starfsemi nýju kirkjunnar. Hann fór sér að engu óöslega. 1 stað þess að hirða um kennisetningar og opinberanir, fór hann til afskektra kirkjusókna og athugaði breytni safnaðarins. Brigham var enginn dulspekingur: hann var maður þrit- ungur að aldri með mikla mannþekk- ingu og hygginn vel. Hin nýja trú var jafn líkleg eins og hver önnur að gera menn sáluhólpna, en auk þess bauðst i henni tækifæri að láta til sín taka. Safnaðarbræðurnir sögðu honum, að í Ohio og Missouri iéti fólk skírast hundruðum saman, ennfremur að fyrirhugað væri að reisa mikla borg í landi Zíonar og loks, að allar þjóðir heimsins ættu að safnast í þessa kirkju. Þetta var nokkuö, hugsaði Brigham, sem hag- sýnn maður ætti ekki að láta ganga sér úr greipum. „Heber,“ sagði hann. „Við skulum fara til Ohio og finna spámanninn." Þeir spurðu eftir Jósep í Kirtland og fengu það svar, að hann hefði farið til skógar að höggva við. „Að höggva við!“ hrópaði Brigham steini lostinn. Hann þarf ekki að bú- ast við, að hann stofni kirkju ef hann hagar sér eins og vinnumaður. Það veit guð, að honum veitir ekki af mönnum eins og okkur.“ Þeir hittu Jósep á skyrtunni, veif- andi öxi í jötunmóði. Brigham sá, að hann var bæði stór og sterklegur og hafði mjúkt hörund og guit hár. Þeir heilsuðu honum með handabandi. „Ég heiti Brigham Young, þetta er vinur minn, Herber Kimball.“ „Gleður mig að sjá þig,“ sagði Jósep. Hann tók eftir því, að Brig- ham var næstum sex fet á hæð, karl- mannlega vaxinn og hafði grá, óhvikul augu. Hann gerði sér þegar ljóst, að hér var maður, sem var vel til foringja fallinn. Þeir gengu heim til hans til skrafs og ráðagerða. „Hvernig gengur hér?“ spurði Brigham. „Það eru miklar ofsóknir." „Ég frétti, að þeir hefðu velt þér upp úr tjöru og fiðri." „Já. Þeir gerðu næstum útaf við mig.“ „Hversvegna reisir þú ekki her á móti þeim?“ „Ég vil lifa í friði við alla menn.“ „Enginn getur lifað í friði við alla menn,“ sagði Brigham og Heber kinkaði kolli samþykkjandi. „Því fyrr sem þú berst því betra." Jósep féll illa þessi djarflegu orð. Hann skýrði komumönnum frá kenn- ingum kirkjunnar: hinum þremur stigum dýrðarinnar í öðru lífi; skip- uninni um að senda trúboða um allan heim; og loks kom hann að því, sem honum lá á hjarta. Guð hafði opin- berað honum lögmál viðtækrar sam- bandsreglu, sem hans útvalda fólk átti að láta stjórnast eftir. Það átti að vera guðsþakkahús, og í korn- forðabúri þess átti að geyma birgðir handa hinum snauðu, sjúku og aldur- hnignu, því í Zion átti enginn trú- bræðranna að líöa skort. Það átti að verða mikið um félagsframtak. Eng- um mundi verða leyft, sagði hann og var orðinn dálítið órór undir augna- ráði Brighams, að safna auði til þess að kúga meðbræður sína. Efasvipur- inn á andliti Brighams var auðsær. „Ef það er drottins vilji að þessu sé þannig háttað, þá verður það að vera. En ég fæ ekki skilið, að þetta heppn- ist. Það verða alltaf latir menn og metorðagjarnir menn. Sumir fá mik- ið, en aðrir ekkert.“ „Það, sem ég sagði, er opinberun frá gjiði,“ sagði Jósep með hægð. „Já, ég skil það. Allt er mögulegt með hjálp guðs." Jósep mat mikils þrótt Brighams, en samt var hann ekki ánægður. Hann sagði við Emmu: „Mér finnst á mér, að Brigham muni stjóma kirkjunni." Það varð að ráði að senda Brigham
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.