Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 4
2
ÚRVAL
gjafann sezt dauðinn við hlið
þeirra og bíður vongóður eftir
tækifæri. Hið hræðilega slys,
sem þú kannt að hafa verið
áhorfandi að, er ekkert sérstakt
tilfelli. Slíkt skeður á hverri
klukkustund dagsins um gjör-
völl Bandaríkin. Ef þú skynjað-
ir þetta í raun og veru, þá
mundi smáklausan í mánudags-
blaðinu um 29 umferðarslys
yfir helgina, verða meira en
smáfrétt, sem þú renndir augun-
um yfir, áður en þú snerir þér
að íþróttasíðunni.
Öðru hvoru dæma snjallir
dómarar ökuníðinga í þá refs-
ingu, að þeir gangi gegnum
slysadeildina í líkhúsi borgar-
innar. En jafnvel limlestur lík-
ami á marmaraborði, hefir ekki
sömu þýðingu og atburðurinn á
slysstaðnum. Enginn listamað-
ur, sem málar varúðarmerki
með vegum, myndi dirfast að
lýsa því nákvæmlega, sem þar
gerðist.
Slík mynd yrði að vera tón-
kvikmynd, er sýndi hinar þýð-
ingarlausu tilraunir hins slas-
aða, til þess að rísa á fætur;
hin einkennilegu hljóð, sem líkj-
ast rýti; hinar stöðugu más-
andi stunur manneskju, sem
finnur sársaukannvaxaeftirþvi
sem lostið minnkar. Hún ætti
að sýna slappa andlitsdrætti.
maims í losti, starandi á möl-
brotinn fótlegg sinn, hinn sam-
anböglaða barnslíkama, þegar
beinin hafa þrýzt inn í hann, og
æðisgengna konu, æpandi, með
blóði stokkið andlit. Meðal
smærri atriða væru beinendar,
sem stingjust gegnum hold, og
hinar dökkrauðu, blæðandi
skellur, þar sem klæði og hör-
und hafa flegizt af í einu vet-
fangi.
Þetta eru hinar algengu dag-
legu afleiðingar þeirrar ástríðu
nútímamanna að flýta sér, og
tefla á tvær hættur. Ef hægt
væri að hafa gagn af draugum,
þá myndu þeir ökumenn, sem
fara um hættulega kafla á veg-
um Bandaríkjanna, heyra stun-
ur og óp og sjá tug eða tylft
líka, af öllum stærðum, kynjum
og aldri, liggja óhugnanlega
kyrr í blóði drifnu grasinu.
Síðast liðið ár stöðvaði lög-
regluþjónn, sem ég þekkti, stór-
an, rauðan Hispanovagn, vegna
þess að hann ók of hratt. Auð-
sætt var, að fjölskyldufaðirinn
var ábyrgur, og það var enn-
fremur ljóst, að hann ætlaði að
skemmta sér vel með f jölskyldu
sinni yfir helgina — svo að lög-