Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 129
BÖRN GUÐS
127
eitthvað en fundu ekkert, og hann
féll fram á höfuoið. Gráliði nokkur,
sem sá hann falla, hljóp að með
brugðnum byssusting. Rann stað-
næmdist með oddinn við háls Jóseps
og beygði sig áfram til þess að líta
í andlit hans.
Þess var engin þörf að nota byssu-
stinginn.
Spámaðurinn var dáinn.
Eftir dauða Jóseps fylktu Mormónarnir sér um Brigham,
Young. Brigham var gœddur frábœrum foringjahœfileikum,
og þegar lífið í Nauvoo varð trúbrœðrunum óbœrilegt, tóku
þeir sig upp enn einu sinni og hugðust nú halda það langt
vestur, ad þeir kœmust burt úr Bandaríkjunum. Þessir „þjóð-
flutningar“ eru einhver œvintýralegasti þátturinn í landnáms-
sögu vesturhluta Bandaríkjanna. Leiðin lá yfir óbyggðar slétt-
ur Mið-Bandaríkjanna, vestur yfir hrikaleg, snœviþakin
Klettafjöllin og til Vtahhásléttunnar, sem raunverulega var
þá gróðurlaus eyðimörk. Þar reistu þeir Saltvainsborg (Salt
Lake City), sem nú er einhver fegursta borg Bandaríkjanna.
En raunum þeirra var ekki þar með lokið, og enn var það
fjölkvœniskenningin, sem vandrceðum olli.
Frá öllu þessu er skýrt í síðari hluta bókarinnar, sem birt
verður í nœsta hefti Úrvals.
Sagan endurtekur sig.
Úr „Romance of the Last Crusade",
eftir Vivían Gilbert, majór.
'|>REZKUR majóri í liði Allen-
bys hershöfðingja í Palest-
ínu sat kvöld eitt og var að lesa
í biblíunni. Þetta var í fyrri
heimsstyrjöld og majóinn var
að leita að nafninu „Mikmas.“
Herfylki hans hafði verið skip-
að að hertaka þorp með þessu
nafni, sem stóð á klettóttri hæð
handan við djúpan dal. Hon-
um fannst hann kannast við
nafnið.
Að lokum fann hann í I. Sam-
úelsbók, 13 kap. eftirfarandi:
„Sál og Jónatan sonur hans og
liðið, sem með þeim var sátu í
Geba í Benjamín, en Fílistar
höfðu sett herbúðir sínar í
Mikmas.“ Majórinn las áfram
um það, hvemig Jónatan og