Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 131

Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 131
UM EFNI OG HÖFUNDA. Frarrih. af 4. kápusíðu. er það ekki sýnilegt lengur. Hann var ákaflega dettinn, af því að hann var haldinn þeim ávana að vera sífellt að reka sig á. Það þurfti alltaf að vera að laga gullspangargleraugun hans, en þau gáfu honum svip, líkan þeim, sem er á manni, er heyrir einhvem kalla, en getur ekki greint hvaðan hljóðið kemur. Af því að gleraugun pössuðu svo illa, sá hann, ekki tvent af öllu, heldur eitt og hálft. Þannig sýndist honum fjórhjólaður vagn ekki hafa átta hjól heldur sex. Hvernig honum tókst að komast hjá því að láta þessi tvö auka- hjól verða sér til trafala við störf sín, er mér hulin ráðgáta. Ævi Thurbers veldur þeim, sem þetta ritar, vandræðum og gremju vegna skorts á samhengi. Sú ónotatilfinning grípur mann stöðugt, að mannskrattinn sé hvað eftir annað kominn á einhvern stað, án þess að hafa raunverulega farið þangað. Svo er til dæmis stundum um teikningar hans; þær virðast hafa náð fullri sköpun eftir ein- hverjum öðrum leiðum en almennt er til ætlast. Ritstörf hans eru, að því er ég held, öðruvísi. Smásögur sínar og greinar virðist hann alltaf hafa skrifað með því að byrja á byrjuninni og komist siðan að niðurlaginu eftir miðjunni. Það er ómögulegt að lesa neina af smásögum hans frá síðustu linu til hinnar fyrstu, án þess að finna það greinilega, að maður er á leiðinni aftur á bak. Þetta virðist mér sanna, að sögumar hafa verið skrifaðar, en hafa ekki, eins og teikningamar, orðið til fullskapaðar. Fyrsta afrek Thurbers á ritvellinum var svonefnt kvæði, sem bar nafnið „Frænka min, frú John T. Savage’s Garden, Fimmtu Suður- götu 185, Columbus, Ohio“. Það hefir ekkert bókmenntalegt gildi, enga þýðingu, nema að svo miklu leyti, sem það sýnir hið furðulega minni mannsins á nöfn og tölur. Hann getur enn í dag nefnt nöfn bamanna, sem voru með honum í ellefuárabekk. Hann man síma- númer nokkurra skólabræðra sinna úr menntaskólanum. Hann man afmælisdaga allra vina sinna og getur talið upp á hvaða mánaðar- dögum öll börn þeirra vom skírð. Hann getur romsað upp nöfn allra þeirra sem tóku þátt í garðveizlu kvenfélags Frjálslynda safn- aðarins i Columbus árið 1907. Vera kann, að þetta samsafn gagns- lausra minnisatriða hafi hjálpað honum í störfum hans, en hvernig, veit ég ekki. Ég finn, mér til undrunar, að fátt er eftir sem er í frásögur færandi. Thurber lifir áfram eins og hann hefir alltaf gert, gengur nú orðið örlitið hægar, svarar færri bréfum og hrekkur við Framhald á 2. kápusíðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.