Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 34
32
tJRVAL
irm, sem enginn læknir getur
þolað, er maðurinn, sem segist
vita, hvað að honum er.“
Verðum við að ganga í lækna-
félag, áður en við getum gizkað
á, hvað amar að okkur sjálfum?
Þegar öllu er á botninn hvolft,
erum það við sjálf, sem fram-
kvæmum fyrstu sjúkdómsgrein-
inguna, þegar við teljum okkur
sjúk. Hvers vegna er búist við
því, að við hættum að hugsa
upp frá því augnabliki?
Þegar fólk leitar læknis, eru
nálega allir haldnir einhverjum
sérstökum kvíða. Slæmi sjúkl-
ingurinn segir lækninum, að
hann gangi áreiðanlega með
krabbamein; góði sjúklingur-
inn er jafnáhyggjufullur, en
vonar undir niðri að læknirinn
segi, að kvíðinn sé ástæðulaus.
Hvers vegna gera læknarnir það
ekki að reglu, að spyrja sjúkl-
ingana að því, hvað þeir haldi
að sé að, og losa þá síðan við
ástæðulausan ótta eða draga úr
sárasta sannleikanum, ef þeir
telja það nauðsynlegt?
Og svo er það siðfræði lækn-
anna. Áður þýddi hún samvizku
læknisins gagnvart sjúklingn-
um; nú þýðir hún samvizka
hans gagnvart öðrum læknum.
Setjum svo, að þér hafið sótt
Lækni, sem er kunningi yðar
eða vinur, til þess að fá stað-
festa sjúkdómsgreiningu og
meðferð. Þér munuð komast að
raun um, að hve mjög sem vin-
ur yðar kann að vantreysta
fyrri lækninum, þá er hann
ákveðinn í því að láta sem hann
sé á sömu skoðun og hann. Það
mesta, sem þér getið vonast eft-
ir, er óákveðin uppástunga um
breytta meðferð. Þegar þér á-
sakið hann seinna fyrir að hafa,
leitt málið hjá sér, svarar hann,
ef hann er hreinskilinn: „Mér
þykir leitt að ég gat ekki verið
opinskárri, en málið var við-
kvæmt.“ Auðvitað var það við-
kvæmt; þér leituðuð hjálpar
hans, af því að einhver, sem þér
unnuð, var í hættu staddur.
Ég held því ekki fram, að
þessi vandi læknanna sé auð-
leystur. Ég legg aðeins til, að
það beri að hugsa meira um
hann. Samband læknisins við
sjúklinginn og fjölskyldu hans
yrði viðkunnanlegra, ef hann
gæti litið á þá sem samstarfs-
menn. Hann ætti að styrkja
taugar þeirra með því að leyfa
þeim að hafa samvinnu við sig;
hann ætti að skýra þeim frá á-
standinu í aðalatriðum og hvaða
læknisaðgerðiun hann hyggst að