Úrval - 01.02.1946, Blaðsíða 31
FYRSTA FRESTSVERKIÐ MITT
29
„Jæja, skelltu þér í það, lags-
maður.“
Þótt ótiúlegt sé, þá voru þetta
hans óbreyttu orð.
„En hvar eru þeir, sem
fylgja?“ mótmælti ég.
„Það fylgir enginn. Ættingj-
amir, sem báðu um kristilega
greftrun, hafa ekki látið sjá sig
og gera það víst ekki.“ Hann
saug vindilinn. „Haitu bara á-
fram og hafðu það stutt og lag-
gott.“
Mér hnykkti við yfir þessari
léttúð og reiddist vegna þess,
hve ástandið var skoplegt. Ef
þetta átti að heita „kristileg
greftrun,“ þá var ég viss um,
aéi heiðinglegar greftranir voru
framkvæmdar af meiri virðu-
leik. Gremjan skapaði hjá mér
stolt yfir prestsköllun minni.
Þó að ég væri ungur og óreynd-
ur, var ég samt fulltrúi krist-
innar kirkju í þessu herbergi.
Þó að það væri ekkert kristilegt
við athöfnina, gat ég að
minnsta kosti komið virðulega
fram í návist dauðans.
Og allt í einu datt mér í hug,
að einhvemtíma, einhvemstað-
ar hefðu þessar gömlu konur
elskað og verið elskaðar. Ef til
vill vom jafnvel nú einhverjir
ættingjar, sem gátu ekki verið
viðstaddir, en syrgðu þær af
einlægni og vom þó glaðir yfir
því, að þær höfðu fengið hvíld-
ina. Að minnsta kosti höf ðu ver-
ið til tvær manneskjur, sem
höfðu látið sér annt um að þær
væm jarðaðar á kristilega vísu.
Um leið og ég fór að hugsa
þannig hlýlega til annara,
gleymdi ég því, hve aðstæða
mín var ankannaleg, og allur
ótti hvarf. Á því augnabliki
varð ég prestur. Vígsluna myndi
ég ekki hljóta fyrr en eftir
margra ára nám, en nú ætlaði
ég að hef ja prestskap minn.
Ég hafði enga handbók með-
ferðis, jafnvel ekki biblíuna.
Það skipti engu máli! Ég kunni
talsvert úr biblíunni utan að.
Ég byrjaði með því að vitna í
tuttugasta og þriðja Davíðs-
sálm og f jórtánda kapítula Jó-
hannesarguðspjalls, og aðra
ritningarstaði, sem við áttu og
ég kunni. „Jafnvel þótt ég fari
um dimman dal, óttast ég ekk-
ert illt.“ „Hjarta yðar skelfist
ekki.“ Ung rödd mín hljómaði
skært í hinum gamla kjallara,
því að ritningarstaðimir juku
sjálfstraust mitt.
Ég hafði gleymt hinum eina
áheyranda mínum, en mér varð
litið til hans, þegar stóllinn, sem